Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Greiðslumark á mjólk í 240 og hækkaði um 14,3%
Fréttir 13. september 2016

Greiðslumark á mjólk í 240 og hækkaði um 14,3%

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. 
 
Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2016 hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 240 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Þetta er 30 króna hækkun á jafnvægisverði, eða 14,3%, frá síðasta tilboðsmarkaði sem haldinn var 1. apríl sl. en þá var jafnvægisverðið 210 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.
  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 38 (samanborið við 13 á markaði 1. apríl 2016).
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 38 (samanborið við 15 á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.877.244 lítrar (samanborið við 804.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 2.452.800 lítrar (samanborið við 1.485.000 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.624.408 lítrar að andvirði 389.857.920 kr. (samanborið við 724.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).
  • Kauphlutfall viðskipta er 90,58% (á markaði 1. apríl 2016 var kauphlutfallið 92,91%).
Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 240,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...