Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Glífósat hugsanlega bannað í löndum Evrópusambandsins
Fréttir 31. maí 2016

Glífósat hugsanlega bannað í löndum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugsanlegt er að mikið notuð plöntueyðingarlyf, sem fyrirtæki á við Monsanto, Dow og Syngenta framleiða, verði tekin úr hillum verslana í löndum Evrópusambandsins á næstu vikum.

Ástæða hugsanlegs banns á plöntueitrinu er sú að nefnd á vegum ESB getur ekki komið sér saman um hvort efnið glífósat, sem er að finna í mörgum gerðum af plöntueitri sé hættulegt mönnum eða ekki. Þetta er í annað sinn sem nefndin kemst ekki að niðurstöðu um máli.

Hugsanlega krabbameinsvaldur

Í þessu sambandi má geta þess að á síðasta ári hittust sautján sérfræðingar frá ellefu löndum við IARC, alþjóðlega miðstöð krabbameinsrannsókna, í Lyon í Frakklandi til að skera úr um krabbameinshættu vegna nokkurra illgresis- og óværulyfja, þar á meðal glífósat. Hópurinn ákvað á fundinum að flokka glífósat sem líklegan krabbameinsvald í fólki. Auk þess hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að hún telji líklegt að glífósat geti verið hættulegt mönnum og hugsanlegur krabbameinsvaldur.

Leifar af efninu hafa fundist í ýmiss konar matvælum eins og brauði, bjór og víni. Auk þess sem það hefur mælst í talsverðu magni í brjóstamjólk sængurkvenna og í þvagi barna og fullorðinna.

Á síðasta ári skrifuðu 1,4 milljónir Evrópubúa undir yfirlýsingu þar sem farið var fram á að glífósat verði bannað.

Leyfi til sölu á glífósat að renna út

Nái nefndin sem fjallar um heilsufarsáhrif glífósat ekki niðurstöðu, eða verði niðurstaða hennar að efnið sé hættulegt mönnum, mun leyfi framleiðenda til að selja glífósat í löndum Evrópusambandsins renna út 30. júní næstkomandi.

Þrátt fyrir að leyfið renni hugsanlega út 30. júní á þessu ári er talið líklegt að fyrirtækin fái tólf mánaða aðlögunartíma til að taka plöntueitur sem innihalda glífósat af markaði.

Round up, sem inniheldur glífósat, er mest notaða plöntueitur í landbúnaði Evrópu og uppspretta um eins þriðja af tekjum framleiðandans Monsanto í álfunni. Efnið er talsvert notað hér á landi, bæði af opinberum aðilum og einstaklingum.

Monsanto gæti lækkað í verði

Samningaviðræður um yfirtöku þýska risa- og efnaframleiðslufyrirtækisins Bayer á Monsanto hafa staðið í meira en ár. Verði glífósat bannað í Evrópu er líklegt að verð á hlutabréfum í Monsanto muni lækka verulega.

Bent hefur verið á að verði glífósat alfarið bannað mun það hafa gríðarleg áhrif á matvælaframleiðslu í Evrópu. Efnið er notað til að halda niðri óæskilegum plöntum á ökrum með nytjaplöntum og auki þannig uppskeruna.

Fulltrúar Bretlands í nefndinni eru helstu stuðningsmenn þess  að leyfi til að selja glífósat í Evrópusambandinu verði endurnýjað en fulltrúar Þýskalands, Svíþjóðar og Ítalíu leggjast gegn því undir forustu Frakka. Notkun á glífosat er reyndar alfarið bönnuð í Frakklandi.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...