Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / TB
Fréttir 15. janúar 2020

Getum ræktað miklu meira af grænmeti á Íslandi

Höfundur: Ritstjórn

Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt. Hún er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og staðarhaldari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en þar er garðyrkjunám LbhÍ til húsa. Guðríður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu um síðustu áramót fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

Gurrý segir í viðtalinu að hægt sé að rækta miklu meira af grænmeti á Íslandi en gert er nú um stundir. Í bæjum hefur stóraukinn gróður breytt ásýnd byggðar og skapað skjól sem áður var óþekkt. 

Þá minnir Gurrý á að jarðhitinn á Íslandi gerir landsmönnum kleift að rækta grænmeti á umhverfisvænan hátt. Þá noti Íslendingar sama vatn og þeir drekka til að næra plönturnar sem þeir rækta.

Gurrý segir að samstarf skólans og atvinnugreinarinnar – garðyrkjunnar – hafi verið mjög gott og lagt grunninn að árangri skólans á ýmsum sviðum. Í samvinnu skóla og fagaðila var gerð ný námskrá sem var samþykkt af menntamálaráðuneytinu fyrir ári síðan en er nú til frekari umræðu í ráðuneytinu.

Þátturinn Skeggrætt er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...