Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður
Mynd / HKr.
Fréttir 12. ágúst 2020

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Höfundur: Ritstjórn

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tilgangur félagsins sé að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina.

„Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.

Félagið leggur áherslu á að fræðsla og formleg menntun í garðyrkju verði framkvæmd í sem bestu samstarfi við atvinnulífið og starfandi aðila á viðkomandi sviði. Markmiðið með fræðslu og menntun skal vera að búa nemendur sem best undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkju og tengdra greina eða áframhaldandi nám.  Jafnframt miðar starfsemi félagsins, fræðslan og námið að því að efla almennan áhuga, þekkingu og þátttöku í ræktun og skyldri starfsemi með víðtækum hætti.

Ætlunin er að halda félagsfund og bjóða starfandi garðyrkjufólki til þátttöku þegar aðstæður leyfa, vegna smitgátar.“ segir í tilkynningunni.

Nánari upplýsingar veita eftirfarandi stjórnarmenn Gunnar Þorgeirsson, Berglind Ásgeirsdóttir og Heiðar Smári Harðarson.

Skylt efni: Garðyrkja | garðyrkjunám

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...