Fyrirhugaður þjóðgarður í Bláskógabyggð mun ná yfir meirihluta sveitarfélagsins og er töluverð andstaða við þau áform á meðal íbúa og sveitarstjórnarmanna.
Fréttir 26. mars 2020

Garðurinn nær yfir 64,4% af sveitarfélaginu

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláskógabyggð hefur látið útbúa kort fyrir sig þar sem sést mjög vel hvar fyrirhugaður þjóðgarður á miðhálendi Íslands mun ná yfir sveitarfélagið.

Eins og kemur fram á kortinu, sem var unnið af Verkfræðistofunni Eflu, mun garðurinn ná yfir 64,4% af sveitarfélaginu. Töluverð andstaða er á meðal sveitarstjórnar og íbúa í Bláskógabyggð um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs, fólk vill allavega fá miklu meira samráð frá stjórnvöldum um málið.