Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 21. september 2017

Gamaldags hugmyndafræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að hún hafi átt góðan og gagnlegan fund með Landssamtökum sauðfjárbænda í Bændahöllinni í vikunni.

„Fundurinn var góður og skemmtilegur enda alltaf gott að hitta bændur. Fundurinn var málefnalegur og margar eðlilegar ábendingar sem komu fram. Aftur á móti er að mínu mati alveg ljóst eftir fundinn að stefna bændaforustunnar, að halds í útflutningsskylduna, sama hvað hefur átt sér stað í samtölum milli hennar og ráðuneytisins, hefur tafið málið og liggur ljóst fyrir.

Að mínu mati er auðvelt að rökstyðja verulega mikið viðbótarfjármagn eftir að búið er að skrifa undir búvörusamningana ef menn ætla að leysa vandann til framtíðar. Það gengur aftur á móti ekki að setja viðbótarfé í óskilgreind verkefni sem ekki hafa hlotið viðeigandi meðferð í fagráðuneyti landbúnaðarmála. Það væri óábyrg stjórnsýsla að mínu mati.

Ég hef beitt mér fyrir viðbótarfjármagni til þess að ráðast að rótum vanda sauðfjáreigenda og að koma til móts við bændur með svæðisbundnum stuðningi vegna kjaraskerðingar bænda vegna lækkunar á afurðaverði afurðastöðvanna. Auk þess til að fara í ýmiss konar kerfisbreytingar eins og að stokka upp Framleiðnisjóð landbúnaðarins og beita honum sem alvöru matvælaþróunarsjóði, fara í aukna kolefnisjöfnun og meiri lífræna ræktun.“

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...