Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum
Fréttir 28. mars 2017

Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðaráðuneytið í Banda­ríkjunum hefur staðfesta alvarlegt tilfelli fuglaflensu í Tennessí-ríki. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af veiru sem kallast H7 (HPAI) í Bandaríkjunum á þessu ári og er veiran sögð bráðsmitandi.

Þegar er búið að slátra og urða öllum fuglum á einu búi með ríflega 73 þúsund kjúklingum. Þrjátíu önnur bú hafa verið sett í einangrun og sýni tekin til að ganga úr skugga um hvort fuglar í þeim kunna að vera sýktir af H7 (HPAI) veirunni.

Um 550 alifuglabú eru í Tennessí-ríki og um sex milljón fuglum til manneldis er slátrað í ríkinu á viku.

50 milljón fuglum slátrað á tveimur árum

Í fyrra og hittifyrra var nálega 50 milljón alifuglum slátrað í Bandaríkjunum vegna H7 (HPAI) veirunnar. Stærstur hluti þeirra fugla voru varphænur og vegna þess náði verð á eggjum í Bandríkjunum hæstu hæðum.

Sýking af völdum H7 (HPAI) veirunnar er sögð svo slæm að hún getur valdið dauða allra fugla í búum þar sem hún greinist á innan við tveimur sólarhringum.

Ekki er vitað til þess að menn hafi smitast vegna faraldursins í Tennessí núna en nokkur dæmi eru um dauðsföll í Kína undanfarna mánuði vegna víruss sem kallast H7N9 og berst úr fuglum í menn.

Víða fuglaflensa en í Bandaríkjunum

Nokkur dæmi eru um H5N8 veirusýkingar í Frakklandi frá því í haust og ekki er langt síðan tilkynnt var um tvö tilfelli á Bretlandseyjum. Afbrigði af fuglaflensuveiru sem kallast H5N6 hefur verið að breiðast hratt út í Suður-Kóreu og valdið versta faraldri fuglaflensu í landinu til þessa.

Skylt efni: bandaríkin | fuglaflensa

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...