Fréttir 17. janúar 2020

Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018

Hörður Kristjánsson
Appelsínuuppskera aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) nam 6,5 milljónum tonna árið 2018. Þetta var mesta framleiðsla síðan 2010 og kom meirihlutinn frá Spáni, eða 3,6 milljónir tonn, sem er 56% af heildar appelsínuuppskeru ESB-landanna.
 
Aðeins örfá ríki Evrópu­sam­band­sins hafa heppilegt loftslag fyrir appelsínurækt. Fyrir utan Spán voru helstu framleiðslulöndin Ítalía með1,6 milljónir tonna, eða 24% af heildarframleiðslunni. Síðan kom Grikkland með 0,9 milljónir tonna, eða 14%, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat sem birtar voru 3. janúar síðastliðinn.
 
 
Appelsínur voru ræktaðar á tæplega 274.000 hekturum árið 2018, en rúmur helmingur alls svæðisins var á Spáni, eða 140.000 hektarar. Á Ítalíu var næsthæsta svæðið undir framleiðslu appelsína, eða 83.000 hektarar, eða 30% af heildinni. Þá kom Grikkland með 32.000 hektara sem er 12% af heildarræktunarsvæði á appelsínum í ESB-löndunum. 
 
Skylt efni: appelsínur
Erlent