Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sölvi Björn Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Daníel Hansen, Jóhannes Nordal, Ásgeir Jónsson og Hildur Traustadóttir. Mynd / Seðlabanki Íslands.
Sölvi Björn Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Daníel Hansen, Jóhannes Nordal, Ásgeir Jónsson og Hildur Traustadóttir. Mynd / Seðlabanki Íslands.
Fréttir 8. júlí 2020

Fræðafélag um forustufé hlaut 1,5 milljóna króna í styrk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannes­ar Nordal, fyrr­ver­andi seðla­bankastjóra, fór fram í níunda sinn fyrir skömmu. Markmiðið með styrk­veiting­unni er að styðja viðleitni einstak­linga og hópa sem miðar að því að varðveita menningar­verðmæti sem nú­verandi kyn­slóð hefur fengið í arf.

Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni er Fræðafélag um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Það hlaut 1,5 milljóna króna styrk til að skrá allt forustufé í landinu í miðlægan gagnagrunn, fjarvis.is.

Tilgangurinn að skrá ættir forystufjár

Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, segir að styrkurinn geri fræðafélaginu kleift að láta klára og endurbæta gagnagrunn fjarvis.is þannig að hann aðgreini forustufé frá öðru fé í landinu. Í kjölfarið af því verða upplýsingar um allt forustufé á landinu skráðar og gerðar aðgengilegar. Daníel segir að skráningin muni skrá ættir forustufjár eins langt aftur og hægt er.

Daníel Hansen, forstöðumaður Fræða­seturs um forustufé. /Mynd VH.

„Forustufé er hluti af íslenskum menningararfi sem okkur ber að varðveita og safna upplýsingum um og varðveita. Ættrakningin nær mislangt aftur eftir svæðum, yfirleitt 30 til 40 ár, en í sumum tilfellum nær hún 100 ár aftur í tímann.“

Daníel segir að forustufé sé aðeins til á Íslandi og að það hafi verið viðurkennt sem sérstakur fjárstofn árið 2017 og að skráningin sé fyrsta skrefið í ferli þar sem óskað er eftir að forustufé fari á skrá hjá UNESCO sem dýrategund í útrýmingarhættu.

Aðrir styrkhafar

Aðrir sem hlutu styrk að þessu sinni er Krumma films ehf., til þess að varðveita kvikmyndaðar heimildir sem rekja sögu homma og lesbía á Íslandi. Sölvi Björn Sigurðsson fékk einnig styrk til vinnslu bókar um ævi afa síns, Magnúsar Ásgeirssonar, sem var afkastamikill og virtur þýðandi á fyrri hluta 20. aldar.

Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum. Úthlutunarnefndina skipa Hildur Traustadóttir, fulltrúi bankaráðs Seðlabanka Íslands, og er hún jafnframt formaður nefndarinnar, Páll Magnússon, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...