Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, skoðar hliðarafurðir. Með nýtingu hliðarafurða geta bændur skapað sér aukin tækifæri.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, skoðar hliðarafurðir. Með nýtingu hliðarafurða geta bændur skapað sér aukin tækifæri.
Mynd / Matís
Fréttir 5. október 2018

Forstjóri Matís seldi lambakjöt af heimaslátruðu á bændamarkaði á Hofsósi

Höfundur: smh
Bændur á bænum Birkihlíð í Skaga­firði slátruðu lömbum heima í síðustu viku. Slátrunin fór fram í samstarfi við Matís og var framkvæmd hennar í samræmi við verklag sem Matís hefur lagt til að gildi um örsláturhús. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, seldi síðan kjötafurðir af lömbunum á bændamarkaði á Hofsósi síðastliðinn sunnudag.
 
Óheimilt er að selja afurðir af heimaslátruðum gripum, en Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir tilganginn hafa meðal annars verið að vekja athygli á að þörf sé á breytingum á þessu sviði að ýmsu leyti.
„Tilgangurinn var í rauninni margþættur; í fyrsta lagi vorum við að láta reyna á hvort hægt sé að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi við tillögur okkar um fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun. Staðfest var, fyrir sölu afurðanna, að örverufræðileg staða kjötsins var með miklum ágætum og má því segja að það sé búið að staðfesta að þetta er hægt.  Á næstu vikum verður unnið frekar úr mælingum, meðal annars á meyrni kjötsins og arðsemi örslátrunar og þær birtar, en lögð var áhersla á það við framkvæmd tilraunarinnar að meta hversu mikinn tíma það tók að fylgja ferlinu,“ segir Sveinn og bendir á að nálgast megi tillögurnar á vef Matís, matis.is.
 
Miklir möguleikar fyrir bændur að auka verðmæti
 
„Við viljum líka benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat, við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi. Einnig að benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur og um leið prófa Matarlandslagið.is sem vettvang til að stuðla að beinum viðskiptum á milli bænda og neytenda. Að mínu mati eru miklir möguleikar fyrir bændur til að auka verðmæti með þessum hætti og þannig stuðla að jákvæðri þróun í byggðum landsins,“ segir Sveinn.
 
Gagnagrunnurinn á vefnum matarlandslagid.is mun gefa möguleika á heildrænni sýn á matvælaframleiðslu úr auðlindum lands og sjávar á Íslandi. Auk þess er stefnt að því að um nýjan vettvang beinna viðskipta neytenda við bændur og aðra framleiðendur verði að ræða, þar sem öryggi og upprunaleiki upplýsinga um afurðir verður tryggt með svokallaðri „blockchain-tækni“, til að tryggja rekjanleika.
 
Áhugi á örslátruðu kjöti beint frá bónda
 
Að sögn Sveins fólst einnig í uppátækinu óformleg könnun á áhuga neytenda á lambakjöti sem slátrað er hjá bónda. „Þó ekki sé hægt að segja að um eiginlega markaðsrannsókn sé að ræða þori ég að fullyrða, eftir viðtökur þeirra sem komu á matarmarkaðinn í gær [sunnudag], að það er mikill áhugi á því að kaupa örslátrað kjöt beint af bónda.  
 
Jafnframt er mikill áhugi á því að vita meira um kjötið og fólk sýndi mikinn áhuga á að kynna sér gögnin sem eru geymd á blockchain-forminu, ekki síst þegar rætt var um þann möguleika að hægt verði að nálgast GPS-staðsetningargögn í framtíðinni, um hvar lömb hafa gengið.
 
Við viljum með þessu ýta undir umræðu um aukna verðmætasköpun í sveitum landsins og hvernig aðlaga þurfi regluverk til þess að slíkum markmiðum megi ná fram. Líka viljum við að neytendur hafi aðgengi að fjölbreyttri flóru afurða, en geti á sama tíma treyst matvælaöryggi í landinu.“
 
Verðmætaaukning og matvælaöryggi
 
Sveinn segist ekki hafa sérstakar skoðanir á því hvort Matís hafi vísvitandi verið að brjóta lög. „Hlutverk Matís er að auka verðmæti og á sama tíma stuðla að matvælaöryggi.  Við höfum í drjúgan tíma bent á möguleikana sem gætu falist í að örva nýsköpun í sveitum landsins með því að leyfa bændum að slátra sjálfir heima, samanber tillögu okkar, en þær ábendingar hafa ekki leitt til breytinga. 
Það er engum til góðs að núverandi staða verði raunin til framtíðar, þar sem bændur eiga í erfiðleikum með að ná endum saman í rekstrinum, neysla á lambakjöti dregst saman samkvæmt opinberum tölum og fyrir hendi er umtalsverð heimaslátrun. Mér þykir því afar mikilvægt að það verði tekið á málunum að þessu sinni.“
 
Að sögn Hjalta Andrasonar, fræðslustjóra Matvælastofnunar, hefur stofnunin fengið upplýsingar um málið og það sé til skoðunar. Segir hann að afstaða verði tekin út frá málsatvikum.  
 

3 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...