Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gefið út tilkynningu af gefnu tilefni, þar sem áréttað er að úthlutun fjárheimilda til viðhalds varnargirðinga sé ekki á hennar valdsviði. Fjármagn sem Matvælastofnun hafi til ráðstöfunar vegna slíkra verkefna sé áætlað 45 milljónir króna fyrir þetta ár.

„Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum og er áætlað að það verði 45 mkr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Á dögunum hvatti landbúnaðarráð Húnaþings vestra Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra. Samkvæmt heimildum landbúnaðarráðsins stóð til að lækka fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum á þessu ári og taldi ráðið að það yrði til þess að nauðsynlegt viðhald verði í lágmarki. Því mótmælti ráðið harðlega.

Heimild: Matvælastofnun

Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að aðkoma stofnunarinnar að viðhaldi varnargirðinga sé að forgangsraða ráðstöfun fjármuna, hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. „Úthlutun fjár til tiltekinna viðhaldsverkefna hefur ekki verið ákvörðuð fyrir árið 2020 og liggur því ekki fyrir hvaða varnargirðingar fá meira eða minna fé en á síðasta ári. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni.

Áætlað fé til viðhalds varnargirðinga í ár er 45 mkr. Það er ekki skerðing frá því í fyrra. Þá fór kostnaður fram úr áætlun og var alls 48 mkr.

Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...