Mynd/Microbe Wiki
Fréttir 26. ágúst 2014

Fjallað um alvarleika sýklalyfjaónæmis í erlendum fjölmiðlum

Vilmundur Hansen

Talsverð umræða er um sýklalyfjaónæmi og notkun sýklalyfja í landbúnaði í erlendum fjölmiðlum um þessar mundir.

Allar umfjallanirnar eru að sömu nótum og komu fram í viðtali við Karl G. Kristinsson prófessor í sýklafræði og yfirlæknir Sýklafræðideildar Landsspítalans í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Þar segir Karl að notkun sýklalyfja í landbúnaði tengist einu alvarlegasta lýðheilsuvandamáli samtímans og að fram séu komnar bakteríur sem séu ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Framsetning bbc.cu.uk er myndræn og auðskiljanleg en The Guardian fjallar um málið í langri grein auk þess sem fjallað er um það á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.