Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu
Fréttir 18. júlí 2019

Fimmti hver frosinn kjúklingur í Brasilíu sýktur af salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári. Rannsóknir benda til að einn fimmti af kjötinu sé sýkt af salmonellu sem getur valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða. Stór hluti kjötsins er fluttur til Evrópu þar sem hluti hans er unninn og seldur áfram.

Samkvæmt því sem segir í frétt sem Guardian vann ásamt Bureau of Investigative Journalism hafa verið flutt út frá Brasilíu þúsundir tonna af salmonellusmituðu kjúklingakjöti síðastliðin tvö ár. Þar af hafa yfir milljón frosnir og heilir kjúklingar verið seldir til Bretlandseyja.

Brasilía er stærsti útflytjandi frosins kjúklingakjöts í heiminum og flytur út um 4,3 milljón tonn á ári sem seld eru í verslunum um allan heim.

20% kjötsins sýkt

Yfirvöld matvælaheilbrigðismála í Brasilíu hafa viðurkennt að 20% salmonellusýking í frosnu kjúklingakjöti sé allt of hátt hlutfall og að grípa verði til aðgerða til að draga úr sýkingum. Benda yfirvöld á að salmonellusýkingin sé hættulaus sé kjötið rétt matreitt en að fólk geti sýkst ef það meðhöndlar hrátt kjöt.

Árið 2017 voru ellefu starfsmenn við matvælaeftirlit í Brasilíu handteknir og dæmdir fyrir mútuþægni. Í ákæru á hendur mönnunum voru þeir sagðir hafa þegið fé frá stórum kjötvinnslum til að líta fram hjá notkun á skemmdu kjöti og kjöti sem sýkt var af salmonellu í tilbúna rétti og til frystingar til útflutnings.

Salmonella hefur greinst í 370 tilfella þegar gerðar hafa verið stikkprufur á frosnu kjúklingakjöti frá Brasilíu við tollskoðun inn í Evrópusambandið síðan í apríl 2017. Að öllu jöfnu eru gerðar stikkprufur á fimmtu hverri kjúklingakjötsendingu sem berst frá Brasilíu til landa Evrópusambandsins.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...