Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst 2020

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...