Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Merkingastaðir, rauðir hringir, og endurheimtustaðir, appelsínugulir hringir, sjö hrognkelsa frá merkingum 2018 og 2019. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Merkingastaðir, rauðir hringir, og endurheimtustaðir, appelsínugulir hringir, sjö hrognkelsa frá merkingum 2018 og 2019. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 8. júní 2020

Endurheimtur á merktu hrognkelsi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2018 hóf Hafrannsókna­stofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina (GINR) að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi.

Rannsóknir síðustu ára hafa skilað margs konar þekkingu um hrygningu hrognkelsa og far þeirra á grunnslóð en skortur er á upplýsingum um lífshætti þeirra áður en þau koma að ströndum Íslands til hrygningar.

Nær samfleytt um allt Norðaustur-Atlantshaf

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofn­unar segir að í alþjóðlegum uppsjávarrannsóknaleiðangri, sem beinist einkum að makríl, sýni yfirborðs­tog með flotvörpu að hrognkelsi er að finna samfleytt um nær allt Norðaustur-Atlantshaf, ef frá er skilið svæðið suður af Íslandi. Ekki er hins vegar vitað hvort hrognkelsi í Noregshafi hrygna við Ísland eða Noreg.

Skoða far hrognkelsa

Markmið merkinga er að greina far hrognkelsa, stofnsamsetningu, vaxtarhraða og hversu lengi þau halda sig á fæðuslóð áður en þau skila sér til hrygningar. Þá er mögulegt að merkingarnar og aðrar niðurstöður muni nýtast til að meta nýliðun og þannig gera kleift að spá fyrir um stærð næstu hrygningargöngu.

Sýnir fæðuslóð

Í heild voru 761 hrognkelsi merkt árin 2018 og 2019. Alls 7 fiskar hafa verið endurheimtir, 5 grásleppur og 2 rauðmagar. Eitt hrognkelsanna endurheimtist fjær merkingastað en áður hefur sést. Það var merkt í suðurhluta Irmingerhafs og endurheimtist við Langanes, í 1.230 km fjarlægð. Fyrra metið var 587 km. Þessar frumniðurstöður sýna að fæðuslóð grásleppu sem hrygnir við Ísland er bæði í Irmingerhafi og Íslandshafi.

Til að auka umfang þessara rannsókna er vonast til þess að Norðmenn taki þátt í þeim frá og með árinu 2021.

5.000 krónur fyrir merkið

Rannsóknin byggir á því að sjómenn skili inn merktum grásleppum. Þóknun upp á 5.000 krónur er veitt fyrir að skila inn heilum fiski með merki Hafrannsóknastofnunar eða Biopol.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...