Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Danskur skólahópur frá 127 manna eyju í heimsókn
Mynd / MHH
Fréttir 9. október 2019

Danskur skólahópur frá 127 manna eyju í heimsókn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nemendur og starfsmenn Kerhóls­skóla í Grímsnes- og Grafningshreppi fengu nýlega skemmtilega fjögurra daga heimsókn þegar danskir grunnskóla­nemendur frá eyjunni Anholt heimsóttu skólann. Íbúar eyjunnar eru aðeins 127 en hún liggur á milli Danmerkur og Svíþjóðar.
 
Anholt skole er minnsti skólinn í Danmörku en í skólanum eru 14 nemendur í grunnskóladeild og 3 börn í leikskóladeild. Hann er eins og Kerhólsskóli að því leyti að í báðum skólum er  leik- og grunnskóladeild. Öll börn grunnskóladeildarinnar komu ti Íslands ásamt kennurum og nokkrum foreldrum, alls 31. „Þau höfðu samband við okkur í fyrra og langaði að koma af stað samstarfi. Við sóttum um styrk úr Nordplus en fengum ekki, þannig að þau söfnuðu fyrir sinni heimsókn í tvö ár hingað. Við ætlum að sækja um aftur á næsta ári og erum að skoða hvort við komumst þá til þeirra í heimsókn,“ segir Alice Petersen, kennari í Kerhólsskóla. 
 
Starfsmenn Kerhólsskóla skipulögðu fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á meðan heimsóknin stóð, bæði í skólanum og svo var farið í nokkrar skoðunarferðir. Þema yngsta stigsins var söngur og samvera, miðstigið var með þjóðsögur og náttúruna og unglingastigið tók fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Út frá þemunum var ákveðið að fara saman í ferðir en farið var einn daginn á Þingvöll og annan dag var farið að skoða orkusýninguna í Ljósafossvirkjun.  Þá var farið í sund á Borg. 
 
„Þar sem Kerhólsskóli er talinn lítill skóli með 73 nemendur í grunnskóla- og leikskóladeild fannst okkar börnum gaman að heyra frá gestunum, hvað væri gaman að vera í svona stórum skóla þar sem næðist í góð lið í fótboltanum. Nemendur og starfsmenn skólanna náðu vel saman og stefnir Kerhólsskóli á að heimsækja Anholt skole ef fást styrkir til fararinnar,“ segir Jóna B. Jónsdóttir, skólastjóri Kerhólsskóla.
 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...