Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búast má við að hlutdeild innflutts kjöts á markaðnum stóraukist
Fréttir 24. september 2015

Búast má við að hlutdeild innflutts kjöts á markaðnum stóraukist

Heildarstærð kjötmarkaðarins á Íslandi er 28.200 tonn. Er þá allt talið til, innlend framleiðsla sem seld er hér á landi, innflutt kjöt og innfluttar unnar kjötvörur.  Árið 2014 var sala á innlendu kjöti 24.230 tonn eða um 86% af heildarmarkaðnum.

Innflutt kjöt er um 14% markaðarins. Sú hlutdeild hefur vaxið hratt síðustu ár, að því er segir í samantekt Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtaka Íslands.

Þar kemur einnig fram að nú sé svo komið að yfir fjórðungur nautakjötsneyslunnar er innflutt kjöt, 13% alifuglakjötsneyslunnar og ríflega 13% neyslu á  svínakjöti er innflutt kjöt.

Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig hlutdeild innflutts kjöts hefur þróast í heildarmarkaðnum síðustu 5 ár. Þar er einungis horft til óunninna afurða en að auki voru flutt inn 137 tonn af söltuðu og reyktu kjöti og 248 tonn af unnum kjötvörum á síðasta ári. Ótalið er þá niðursoðið kjöt og kjöt í tilbúnum réttum eins og pitsum, pasta og þess háttar.

Núgildandi tollfrjálsir kvótar við ESB á hreinu kjöti nema alls 500 tonnum, 200 fyrir kjúklinga- og svínakjöt og 100 tonn í nautakjöti. WTO tollkvótar eru 95 tonn í nautakjöti, 64 tonn í svínakjöti og 59 tonn í alifuglakjöti. Stærstur hluti innflutnings er því að koma utan þessara tollkvóta, ýmist á svokölluðum opnum tollkvótum þar sem tollar eru 1/3 af leyfilegum verðtolli eða á fullum tollum. Gott yfirlit yfir þetta fyrir árin 2010–2013 er að finna í Skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014, töflur 18–20.

Útboð á tollkvótum

Tollkvótarnir eru boðnir út eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum. Eftirspurn eftir kvótum frá ESB sem eru tollfrjálsir, hefur verið umtalsvert meiri en framboðið. Þannig buðu innflytjendur í 615 tonn af svínakjötskvóta, um 820 tonn af alifuglakjötskvóta og 334 tonn af nautakjötskvóta á árinu 2014. Lætur nærri að þessi eftirspurn í alifugla- og svínakjöti svari til heildarinnflutnings á árinu.

Verð á tollkvótum mun lækka

Umtalsvert meira var hins vegar flutt inn af nautakjöti og þá á fyrrnefndum opnum tollkvótum. Það gefur því augaleið að með þeim samningum sem nú hafa verið gerðir um aukningu á tollfrjálsum kvótum, mun verð á tollkvótunum lækka og samkeppnisstaða innlendra framleiðenda því strax breytast umtalsvert. Þessu til viðbótar koma 550 tonn af pylsum og unnum kjötvörum auk niðurfellingar magntolla af ýmsum unnum matvælum sem innihalda kjöt. Uppistaða hráefnis í unnum kjötvörum er svína- og alifuglakjöt og mun þetta því enn höggva skörð í innlenda framleiðslu svo hundruðum tonna skiptir.

Mikil eftirspurn eftir tollkvóta fyrir unnar kjötvörur

Eftirspurn eftir tollkvóta fyrir pylsur, sem nú er 50 tonn, var ríflega 66 tonn í fyrra. Eftirspurn eftir tollkvóta fyrir unnar kjötvörur í fyrra var um 200 tonn, eða fjórfaldur tollkvótinn en á nú á þremur árum að aukast um 350 tonn. Það gefur því augaleið að hlutdeild innflutts kjöts í heildarmarkaðnum mun aukast hratt á næstu árum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...