Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur þurfa að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar
Fréttir 19. mars 2020

Bændur þurfa að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar

Höfundur: HKr./smh

„Við bændur þurfum að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar eins og okkur er frekast unnt. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Aldrei áður hefur hlutverk bænda verið mikilvægara í samfélagslegu tilliti,“ segir Gunnar Þorgeirsson, for­maður Bændasamtaka Íslands.

„Við lifum í dag á sérstökum tímum, aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur verið sett á samkomubann allrar þjóðarinnar. Ferðamönnum fækkar, veitingastaðir fá færri gesti, takmarkað aðgengi er að þjónustu og svo mætti lengi telja. Ekki er fyrirséð hversu lengi við þurfum að reka okkar samfélag við þessar takmarkanir.”

Bændur hugi líka að eigin heilbrigði

„Nauðsynlegt er fyrir bændur landsins að huga að eigin heilbrigði og huga að nærsamfélaginu. En eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði þá erum við öll almannavarnir. Ég vil benda framleiðendum landbúnaðarafurða á vef Bændasamtakanna þar sem búið er að safna saman leiðbeiningum fyrir framleiðendur í samvinnu við Matvælastofnun um hvernig þeir skulu haga störfum sínum ef til sýkingar kemur.“

Bændasamtökin settu saman tvo hópa strax í síðustu viku vegna COVID-19. Um er að ræða viðbragðsteymi Bænda­samtaka Íslands og starfs­­hóp sem kanna á með afleysinga­­þjónustu í samvinnu við Búnaðarsamböndin og Samtök ungra bænda. Upp­lýsingar um þessa hópa má nálgast á vef Bænda­samtakanna. 

Framleiðsla matvæla verði hnökralaus

„Á þessum tímum er nauðsynlegt að við sinnum okkar búum af alúð svo framleiðsla matvæla verði hnökralaus. Einnig vil ég skora á bændur að sinna nágrannagæslu í sínum sveitum og vera í góðu sambandi við nágranna þannig að einangrun verði ekki íþyngjandi fyrir samfélögin í heild sinni. Enn og aftur sannast að við sem þjóð verðum að standa vörð um eigin framleiðslu matvæla og afurða svo við verðum sem sjálfbærust á þeim afurðum sem við neytum dags daglega. Íslenskt, já takk,“ segir Gunnar Þorgeirsson.

Afleysingaþjónusta við bændur

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefna­stjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að afleysingaþjónustan sé fyrst og fremst hugsuð sem bakhjarl fyrir einyrkja, eða þar sem fáir standa að búrekstri.

„Margir eru þegar með bakhjarla hjá ættingjum, nágrönnum eða eru þegar með starfsmann sem getur sinnt afleysingu. En það eru til bændur sem eru í þessari stöðu og það er líka hætta á að þessir fyrrgreindu aðilar geti veikst af COVID-19 á sama tíma og viðkomandi bóndi sökum tengsla. Þetta er því fyrst og fremst hugsað sem öryggisnet og til að styðja við andlega líðan bænda, til að þeir viti af þessum stuðningi sem þeir geti leitað til ef á þarf að halda.

Verkefnið hefur líka félagslegt gildi og má nefna að Samtök ungra bænda (SUB) hafa komið sterkt inn og boðið fram sína aðstoð,“ segir Guðbjörg.

Getur gagnast Almanna­vörnum ef illa fer

Guðbjörg segir að ef allt fari á versta veg þá geti þessi listi gagnast Almannavörnum og þá sé búið að vinna ákveðna forvinnu.

„Hugmyndin er að auglýsa eftir aðilum til starfa sem geta tekið tímabundna afleysingu að sér. Auglýst verður á vef Bænda­samtak­­anna, Bændablaðinu og öðrum vefmiðlum, þar sem allar umsóknir og fyrirspurnir fara á netfangið afleysing@bondi.is. Jafnframt verður leitað sérstaklega til félagsmanna SUB og nemenda í LbhÍ, auk þess er fyrirhugað að senda fyrir­spurn til Vinnumálastofnunar um hvort að þar sé fólk á skrá sem hefði áhuga. Þegar komnir verða einstaklingar á skrá sem eru tilbúnir til starfa verður opnað fyrir þjónustu við bændur. Nánara skipulag og útdeiling verk­efna verður á höndum starfandi búnaðarsambanda úti um landið.

Í hópnum sitja auk mín fram­kvæmda­stjórar búnaðar­sam­band­anna; þau Anton Torfi Bergsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Sigurgeir Hreinsson og Sveinn Sigur­munds­son, auk varaformanns SUB, Steinþórs Loga Arnarssonar,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir.
/HKr./smh

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...