Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur og Félag atvinnurekenda mótmæla tollafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
Mynd / Alþingi
Fréttir 5. desember 2019

Bændur og Félag atvinnurekenda mótmæla tollafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Ritstjórn

Sú óvenjulega staða kom upp í dag að Bændasamtökin og búgreinafélög innan þeirra vébanda tóku höndum saman við Félag atvinnurekenda og fleiri til þess að mótmæla stjórnarfrumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á dögunum og kveður á um breytingar á tolla- og búvörulögum.

Hagsmunaaðilar vilja hvetja ráðherra til þess að "...vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum."

Garðyrkjubændur hafa m.a. bent á að frumvarpið muni að óbreyttu hafa neikvæð áhrif á starfsskilyrði íslenskrar garðyrkju, einkum útiræktarinnar, sem þegar stendur höllum fæti í samkeppni við innfluttar vörur. "Ástæða er til að óttast að útirækt á einstökum tegundum geti lagst af eða dregist enn frekar saman ef frumvarpið nær fram að ganga óbreytt," segir í umsögn þeirra. 

Bændasamtök Íslands, Samtök iðnaðarins, búgreinafélög, Neytendasamtökin, Sölufélag garðyrkjumanna og Félag atvinnurekenda sendu ráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis eftirfarandi yfirlýsingu vegna frumvarps um breytingar á búvörulögum og tollalögum: 

"Undirritaðir aðilar eru sammála um að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingu á búvörulögum og tollalögum, 382. mál,  eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd. Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum. Undirritaðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinnu."

5. desember 2019

Bændasamtök Íslands

Félag atvinnurekenda

Félag eggjabænda

Félag kjúklingabænda

Félag svínabænda

Landssamband kúabænda

Landssamband sauðfjárbænda

Neytendasamtökin

Samband garðyrkjubænda

Samtök iðnaðarins

Sölufélag garðyrkjumanna


Frumvarpið og umsagnir hagsmunaaðila er hægt að sjá hér.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...