Mynd/MHH Guðrún Hildur að dæma í fjárhúsinu í Þjóðhólfshaga. Ritarinn er klár að skrifa niður tölurnar og þarna má líka sjá Pétur ómskoða hrút. 
Fréttir 22. október 2018

Bændur bera saman bækur sínar á hrúta- og gimbrasýningum

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil spenna er á meðal sauðfjárbænda þegar þeir mæta með hrútana sína og gimbrar á sýningar til að fá dóm á gripi sína.

 Eftir að tölurnar liggja ljósar fyrir bera bændur saman bækur sínar og fagna niðurstöðunum eða klóra sér í höfðinu yfir tölunum í þeirri von að þær hefðu verið hærri. Nýlega var haldin sýning á bænum Þjóðhólfshaga II í Holta- og Landsveit þar sem fallegt fé var dæmt af ráðunautunum Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur og Pétri Halldórssyni frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. /MHH