Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændum greiddar bætur vegna ágangs álfta og gæsa
Mynd / HKr.
Fréttir 12. september 2019

Bændum greiddar bætur vegna ágangs álfta og gæsa

Höfundur: smh

Nú í haust munu bændur í fyrsta sinn geta sótt um stuðningsgreiðslur til ríkisins ef tjón hefur orðið á ræktunarlöndum vegna ágangs álfta og gæsa, en lengi hefur verið kallað eftir úrræðum vegna þessa skaðvalds.

Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem annast greiðslurnar, er heildarupphæð jarðræktarstyrkja vegna jarðabóta um 396 milljónir króna og munu tjónabætur vegna álfta og gæsa fara af þeim lið. Þar með lækka jarðræktarstyrkirnir sem því nemur.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga er heimilt samkvæmt búvörusamningum, eða rammasamningi milli ríkis og bænda, að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa og ákvað nefndin að það yrði gert í fyrsta skipti vegna þessa árs. Ekki liggur fyrir hvort þessi heimild verði nýtt vegna ársins 2020, en framkvæmdanefndin þarf að taka þá ákvörðun fyrir 20. september næstkomandi.  

Jón Baldur segir að ekki muni liggja fyrir hve miklir fjármunir munu fara til að greiða þessar bætur. Það fari eftir því hve margar umsóknir um tjónabætur verði samþykktar af úttektarfólki búnaðarsambanda og hve mikið tjón verður í heild. 

Allt að 75% álag á ræktunarstyrk 

Bætur eru greiddar vegna tjóns á ræktunarlandi sem er frá 31 prósent að altjóni og geta stuðningsgreiðslur mest orðið 75 prósenta álag á ræktunarstyrk fyrir hvern hektara. Álagið reiknast ofan á jarðræktarstyrkinn, sem þarf að vera samþykktur á sama ári enda verið að bæta tjón á þeim jarðabótum. Ekki er greiddur stuðningur á land sem nýtur landgreiðslna. 

Bændur skulu skila inn rafrænni tjónaskýrslu inn í umsóknarkerfi Matvælastofnunar á Bændatorginu um leið og tjóns verður vart, þó eigi síðar en 20. október næstkomandi. Úttektarstarfsmenn á vegum Matvælastofnunar (starfsfólk búnaðarsambanda) taka út tjón. 

„Töluverð vinna hefur verið lögð í það á undanförnum árum á vegum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar að leggja grunn að því hvernig meta eigi tjón af völdum álfta og gæsa og hefur verið horft til annarra Norðurlanda í því sambandi. Þannig hafa bændur skráð tjónaskýrslur síðastliðin ár með ljósmyndum og fleiru sem notaðar hafa verið í þessu sambandi. Ljóst má vera, miðað við hve fáar tjónaskýrslur hafa borist, að áhersla verður á að bæta uppskerutjón sem orðið hefur síðari hluta ársins. Það verður í höndum úttektarmanna að leggja faglegt mat á hugsanlegt tjón út frá settum vinnureglum. Við metum svo árangurinn eftir haustið með Umhverfisstofnun og úttektarfólki og leggjum niðurstöðuna fyrir framkvæmdanefnd búvörusamninga sem tekur ákvörðun um framhaldið. Ráðherra þarf síðan að leggja mat á hvort bæta þurfi regluverkið í kringum tjónabæturnar fyrir næstu ár. Rétt er að benda á að forsenda stuðnings vegna tjóns af völdum ágangs álfta og gæsa er að umsókn um jarðræktarstyrk hafi verið samþykkt á sama ári,“ útskýrir Jón Baldur.  

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...