Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Fréttir 10. mars 2020

Aukin sala á kjötlíki úr jurtaríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kjötlíki sem unnið er úr jurtaríkinu hefur aukist hratt á Bretlandseyjum undanfarin misseri.

Framleiðendur segja að kjötlíkið bragðist alveg eins og kjúklingar eða beikon eða hver önnur kjötvara en að framleiðsla þess hafi ekki eins slæm áhrif á umhverfið og búfjárrækt.

Kjötlíkið sem um ræðir er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt en það er að mestu framleitt úr ertum og sojabaunum ásamt bragðefnum.

Fyrirtækið sem framleiðir kjötlíkið og heitir This gerði nýverið samning við sölufyrirtækið Brakes ,sem er ein stærsta heildsala í Bretlandi, um dreifingu vörunnar og er talið að sala hennar muni aukast enn frekar í framhaldi af því.

Sala á matvörum sem koma á í staðinn fyrir kjöt jókst á Bretlandseyjum á síðasta ári um 40% og spár fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að salan eigi eftir að aukast enn meira á komandi árum.

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...