Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk
Fréttir 28. febrúar 2019

Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk

Höfundur: TB
Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Hætt var við áður auglýstan fundartíma og viðburðinum frestað um viku vegna yfirvofandi verkfalls Eflingarfólks sem starfar í hótelgeiranum.
 
Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast klukkan 9.00 og standa til hádegis. Eftir hádegi, klukkan 13.00, hefst opin ráðstefna þar sem umfjöllunarefnið er sérstaða íslensks landbúnaðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa gesti og í kjölfarið verða haldin erindi, meðal annars um smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, viðhorf til matvælaframleiðslu og lýðheilsu, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. 
 
Um kvöldið kl. 20.00 verður blásið í veislulúðra og haldin bændahátíð á Hótel Örk þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, sér um veislustjórn. Sólmundur Hólm og fleiri skemmtikraftar stíga á svið og ballhljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. 
 
Miðapantanir á bændahátíðina eru á vefnum bondi.is með því að smella hér (pöntunarform neðst á síðu).
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...