Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Fréttir 7. júlí 2017

Árni tekur við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá RML

Höfundur: smh

Árni B. Bragason hefur tekið við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) af Lenu Reiher.

Í tilkynningu á vef RML (rml.is) er sagt frá því að Lena hafi ákveðið að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. „Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar. Árni hefur undanfarin ár sinnt sem megináherslu í starfi ráðgjöf í sauðfjárrækt og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og kennslu. Hann er jafnframt garðplöntufræðingur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum og hefur talsverða reynslu af rækun garðplantna og útimatjurta. Árni er búsettur á Þorgautsstöðum 2 í Hvítársíðu en hefur starfsaðstöðu á Hvanneyri, beinn sími Árna er 516-5008 og netfangið er: ab@rml.is. 

Í nýjum búvörusamningum er aukið við fjármagn til aðlögunar að lífrænum búskap. Nánar má sjá ýmsar upplýsingar um lífræna framleiðslu og aðlögun að lífrænum búskap í meðfylgjandi upplýsingabæklingi sem er útgefinn af RML. Áhugasamir eru jafnramt hvattir til að hafa samband við Árna varðandi þær spurningar sem upp koma um aðlögun að lífrænni ræktun,“ segir í tilkynningunni. 

Skylt efni: Lífræn ræktun | RML

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...