Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum
Fréttir 25. september 2018

Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn af möguleikum Breta eftir að úrsögn þeirra úr Evrópu­sambandinu tekur að fullu gildi er að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af slíkum innflutningi út frá lýðheilsusjónarmiðum.

Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns í Bandaríkjum Norður-Ameríku er mun meiri í Evrópu og á Bretlandseyjum. Að öllu jöfnu er talið að notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns sé fimm sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkunin er misjöfn milli búfjárstofna og mest er hún í nautgriparækt, eða sextán sinnum meiri og dæmi um að hún hafi verið þrjátíu sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkun sýklalyfja í kjúklingarækt er þrisvar sinnum meiri, sex sinnum meiri í svínarækt og fimm sinnum meiri í kalkúnaeldi í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns er bönnuð á Íslandi.

Innflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum er bannaður víðast í Evrópu vegna þessa.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sem vaxtarhormóns og hættan á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum er eitt af stærstu yfirvofandi heilbrigðisvandamálum heimsins í dag, að sögn Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar og fleiri aðila sem láta sig lýðheilsumál varða.

Eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu standa Bretar í samningaviðræðum við Evrópusambandið um áframhaldandi innflutning á matvælum til landsins. Einnig eru Bretar að skoða möguleika á því að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum.

Ekki eru allir á eitt sáttir við að gerðir verði samningar við Bandaríkin um innflutning landbúnaðarvara og bera fyrir sig lýðheilsusjónarmiðum og segja hættuna á sýkingu og jafnvel faraldri af völdum sýklalyfjaónæmra baktería vera of mikla.

Skylt efni: Brexit | Matvælaöryggi

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...