Fréttir 20. maí 2020

Ævintýri garðálfanna

Vinsældir garðálfa sem garðskraut á Íslandi fara eftir tískustraumum og annað hvort hatar fólk þá eða elskar.

Í þessum níunda þætti Ræktaðu garðinn þinn fjallar Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur um sögu garðálfa sem eiga sér alda gamla hefð í Evrópu sem verndara og frjósemistákn sem ætlað var auka uppskeruna. 

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan og á öllum helstu streymisveitum.