Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur afhendir hér Ágústi sveitarstjóra áfangaskýrsluna, sem er í tveimur bindum. Hægt er að lesa skýrslurnar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur afhendir hér Ágústi sveitarstjóra áfangaskýrsluna, sem er í tveimur bindum. Hægt er að lesa skýrslurnar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. júní 2020

Aðalskráningu lokið á fornminjum í Rangárþingi ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á dögunum kom Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur færandi hendi í stjórnsýsluhúsið á Hellu með tveggja binda áfangaskýrslu um næstsíðasta áfanga fornleifaskráningu í Rangárþingi ytra. 
 
Í henni er fjallað um minjar á jörðum í efri hluta Landsveitar á um 700 síðum. Meðal þess sem komið hefur í ljós í þeirri skráningu er fjöldi áður óþekktra bæjarstæða frá víkingaöld, má sem dæmi nefna tóftaþyrpinguna í landi Árbakka, auk víkingaaldarbæjarstæða í landi Lunansholts og Holtsmúla (nú Skeiðvalla). 
 
Þessar fornu minjar eru hluti af mörgum þúsundum minja sem skráðar voru í sveitarfélaginu af Fornleifastofnun Íslands á árunum 2006–2015. „Það er frábært og við getum verið mjög stolt af því að hafa lokið þessari fyrstu umferð fornleifaskráningar sem er undirstaða þess að hægt sé að vinna frekari rannsóknir á menningararfi svæðisins og stuðlað að varðveislu hans fyrir komandi kynslóðir,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...