Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr fjallar um efni Bændablaðsins - frá lærðum greinum í lágstemmdar auglýsingar.
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr fjallar um efni Bændablaðsins - frá lærðum greinum í lágstemmdar auglýsingar.
Mynd / TB
Fréttir 15. janúar 2020

„Að fletta Bændablaðinu er eins og að vera á þorrablóti áður en ég varð vegan,“ segir Jón Gnarr

Höfundur: Ritstjórn

Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í nýjum hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Hlustendum er bent á að njóta hlaðvarpsins ef þeir eru á leið í millilandaflug eða sitja í löngum bílaröðum á heiðarvegum. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni, fyrri og seinni hluti.

„Að fletta Bændablaðinu er eins og að vera á þorrablóti áður en ég varð vegan. Mig langar í allt þarna og auðvitað eru misjafnlega áhugaverðar greinar. Ég viðurkenni það alveg. Hér er mjög áhugaverð grein um þær 25 rækjutegundir sem finnast við Íslandsstrendur. Ég hef engan svakalegan áhuga á því en það hefur einhver annar!“ segir Jón.

Jón gerir játningu í upphafi, áður en hann byrjar að fletta í gegnum Bændablaðið, þar sem hann gengst við því að vera forfallinn jeppakall.

„Ég skammast mín alveg ofboðslega fyrir þetta. Bara þannig að það sé á tæru. Ég hef alltaf haft að minnsta kosti áhuga á því að vera jeppakall og átt jeppa. Ég átti einu sinni Isuzu Trooper, gamlan. Ég hef alltaf átt gamla jeppa, nema einu sinni þegar ég átti einn nýlegan, Nissan Pathfinder. Sumir segja að hann sé ekki jeppi en það er bara bull.

Svo átti ég einu sinni forláta Toyota Hilux sem var einhver mesti ógæfubíll sem ég hef nokkurn tímann keypt mér. Ég hafði verið að vinna í einhverju verkefni og fékk borgað fyrir það 700 þúsund sem voru miklir peningar þá, í kringum 1999,“ segir Jón og rekur það þegar hann rambaði inn á bílasölu og gerði sérlega slæm viðskipti, ekki þó sín síðustu þegar kemur að jeppakaupum.

Ég vona að þú sért ekki að hugsa um að kaupa þennan bíl

„Þarna sá ég Hilux jeppa, pallbíl drauma minna, upphækkaðan og allt. Hann kostaði einmitt 700 þúsund. Þetta var áður en ég vissi að maður gæti prúttað á bílasölum þannig að ég slengdi umslaginu á borðið og sagðist ætla að fá þennan Hilux. Þetta var náttúrlega hrein og klár heimska. Þetta var handónýtur bíll og alls ekki 700 þúsund króna virði. Það lak niður úr honum allt sem lekið gat, allsstaðar þar sem ég parkeraði honum myndaðist regnbogalitur pollur undir honum – eða jafnvel margir pollar. Það lak olía og einhverjir glussar, ég held að allir tankar í honum hafi verið götóttir og míglekir.“

Jón fór að endingu með jeppann til kunningja síns sem var bifvélavirki til að kíkja á hann.

„Hann sagði… ég vona að þú sért ekki að hugsa um að kaupa þennan bíl Jón. Ég sagðist vera búinn að kaupa hann! Og hvað borgaðir þú fyrir hann? spurði hann. Sjöhundruð þúsund, sagði ég. Jaaa…, sagði hann, þú þarft að borga miklu meira en það til að láta gera við hann!“

Niðurlægður á Valhúsahæðinni

Hrakfarir Jóns einskorðast ekki eingöngu við bílaviðskipti í fortíðinni en hann rekur nýlega sögu af því þegar hann var niðurlægður á Patrol-jeppa sínum á Seltjarnarnesinu. Sú saga fékk þó farsælan endi. Margt fleira kemur við sögu, t.d. loftslagsbreytingar, efasemdir um tilvist Ingólfs Arnarsonar og hugmyndir um hetjusöngva um vörpulega leiðsögumenn.

Hlustendur geta átt notalega stund með kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr sem er ekkert óviðkomandi á Soundcloud, Spotify og öllum öðrum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...