Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Burstaormar.
Burstaormar.
Fréttir 15. janúar 2020

412 nýjar tegundir greindar 2019

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir þá staðreynd að líffræðileg fjölbreytni eigi undir högg að sækja í heiminum og að á hverju ári fækki dýra- og plöntutegundum í heiminum er það svo að enn eru að finnast tegundir sem ekki hafa verið greindar áður.

Á síðasta ári skráði Náttúru­gripasafnið í London 412 tegundir lífvera sem ekki hafði verið lýst áður. Meðal nýskráðra lífvera eru fléttur, snákar, útdauðar risaeðlur og bjöllur.

Fleiri tegundir deyja út en greinast

Þrátt fyrir þessar góðu fréttir segja sérfræðingar í líf­fræðilegri fjölbreytni að því miður deyi fleiri tegundir út á hverju ári en greinast sem áður óþekktar. Einnig er sagt líklegt að margar tegundir deyi út áður en þær eru greindar og því ekkert vitað um þær.

Fundur og greining nýrra lífvera er alltaf spennandi og veitir vísindunum aukna innsýn í þróun lífsins og hversu mikið við eigum enn ólært um margbreytileika lífsins.

Bjöllur í meirihluta

Af nýgreindum tegundum árið 2019 eru bjöllur í meirihluta, alls 171 tegund. Ein af þessum bjöllutegundum, Nelloptodes gretae, sem fannst á síðasta ári í Japan, Malasíu, Kenía og Venesúela, var nefnd í höfuðið á sænska umhverfisverndarsinnanum Gretu Thunberg.

Meðal annarra dýrategunda sem greindust eru átta eðlutegundir, fjórir fiskar og ein slöngutegund auk vespu, margfætlu, lúsar, snigils og nokkurra fiðrilda. Meðal útdauðra tegunda sem greindar voru eru snjáldurmús, eitt pokadýr og tvær tegundir af risaeðlum. Þá greindust einnig tólf tegundir burstaorma sem lifa djúpt á botni Kyrrahafsins.

Á síðasta ári voru einnig greindar sjö nýjar plöntutegundir og sjö nýjar fléttur. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...