Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu
Fréttir 17. júlí 2018

32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, til línuívilnunar, til strandveiða, til rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutar nú 32.380 tonnum upp úr sjó eða alls 25.456 þorskígildistonnum vegna þessa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Til samanburðar var á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthlutað 33.145 tonnum upp úr sjó eða alls 26.362 þorskígildistonnum.

Ástæða þessarar lækkunar er fyrst og fremst vegna innbyrðis breytinga á þorskígildum milli tegunda sem skýrist af því að meðalverð á þorski hefur hækkað meira en meðalverð flestra annarra tegunda. Auk þessa er byggt á varfærinni spá um uppsjávarafla 2019.

Þrátt fyrir þessa lítillegu lækkun á heildarmagni mun magn í flestar aðgerðir verða nær óbreytt á milli ára. Eina undantekningin er magn í línuívilnun, en lækkun þess magns tekur mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.
 

Skylt efni: sjávarútvegur

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...