Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
31% fækkun gjaldþrota
Fréttir 12. maí 2016

31% fækkun gjaldþrota

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skráð gjaldþrot í mars 2016 voru 120. Gjaldþrotum í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum fækkaði um 31%.

Gjaldþrotum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur fækkað um 15% í samanburði við 12 mánuði þar á undan.

Alls voru 673 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 792 á fyrra tímabili. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að hlutfallslega hafi gjaldþrotum fækkað mest í fasteignaviðskiptum, um 35%. Einnig má nefna fækkun gjaldþrota í rekstri gististaða og veitingarekstri um 32%. Gjaldþrotum fækkaði frá fyrri 12 mánuðum í öllum helstu atvinnugreinabálkum nema í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði um 6%.

Nýskráningar einkahlutafélaga í mars 2016 voru 261. Síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 14% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.465 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.161 á fyrri 12 mánuðum.

Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgar úr 230 í 394, eða um 71% á síðustu 12 mánuðum. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem nýskráningum fjölgaði úr 157 í 204 (30%) og rekstur gististaða og veitingarekstur þar sem fjölgunin var úr 142 í 172 nýskráningar (21%).  Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga var í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, eða um 7% frá fyrra tímabili.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...