Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði
Fréttir 29. desember 2015

30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útreikningar sýna að landbúnaður og matvælaframleiðsla losar um 30% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losna út í andrúmsloftið á hverju ári. Matvælafyrirtækin Cargill, Tyson og Yara losa meira en ríki eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Brennsla á jarðefnaeldsneyti og kolum er meginástæða losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og umræðan fram til þessa hefur aðallega verið hvernig draga megi úr brennslu þeirra en það er fleira sem hangir á spýtunni.

Nýlegir útreikningar benda til að landbúnaður og matvælaframleiðsla í heiminum losi um 30% gróðurhúsalofttegundanna. Bent hefur verið á að þrjú risafyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Tyson, Carrill og Yara, losi meira hvert fyrir sig með framleiðslu sinni en lönd eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Tyson er stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum með um 24% markaðshlutdeild. Cargill framleiðir meðal annars fóðurbæti og Yara áburð.

Losum margfalt meiri en upp er gefið

Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þurfa fyrirtækin einungis að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist lokastigi framleiðslu þeirra. Uppgefin losun Cargill er gefin um 15 milljón tonn, Tyson 5 milljón tonn og Yara 12,5 milljón tonn. Sé allt framleiðsluferli fyrirtækjanna reiknað er nær að losun Cargill sé 145 milljón tonn, Tyson 34 milljón tonn og Yara 75 milljón tonn.

Í tilfelli Cargill eru þau 130 milljón tonn sem vantar upp á uppgefna tölu í magni á losun gróðurhúsalofttegunda sambærileg við samanlagða losun Danmerkur, Búlgaríu og Svíþjóðar.

Toppurinn á ísjakanum

Þeir sem harðast gagnrýna matvælafyrirtækin segja löngu orðið tímabært að þau axli ábyrgð á losuninni og þrátt fyrir að Cargill, Tyson og Yara séu tekin sem dæmi þá séu þau einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja í matvælaiðnaði.

Könnun sem var gerð í tengslum við öflun gagna vegna útreikninganna sýnir að einungis fjórðungurfyrirtækja í heiminum, sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak, gefa upp magn losaðra gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu sína.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...