Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sláandi dæmi um vanrækslu við sjóflutninga búfjár er frá því í nóvember á síðasta ári þegar þegar rúmverskt flutningaskip Queen Hind lagðist á hliðina og sökk eftir að það lagði frá bryggju.Mynd / Animals Inrernational
Sláandi dæmi um vanrækslu við sjóflutninga búfjár er frá því í nóvember á síðasta ári þegar þegar rúmverskt flutningaskip Queen Hind lagðist á hliðina og sökk eftir að það lagði frá bryggju.Mynd / Animals Inrernational
Fréttir 3. júní 2020

14.600 kindur drukknuðu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins er dýravelferð veru­lega ábótavant þegar kemur að sjóflutningum lifandi búfjár frá Evrópusambandinu.

Sláandi dæmi um vanrækslu af þessu tagi er frá því í nóvember á síðasta ári þegar um 14.600 sauðfjár drukknaði þegar rúmverskt flutningaskip, Queen Hind, lagðist á hliðina og sökk skömmu eftir að það lagði frá bryggju. Við nánari rannsókn á slysinu kom í ljós að búið hafði verið til falskt millidekk í lest skipsins til að fjölga gripum sem hægt væri að flytja. Rúmenía er stærsti útflytjandi lifandi búfjár í Evrópu og mest er flutt út þaðan til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og til Sádi-Arabíu.

Búfjárflutn­ingar á sjó fá falleinkunn í nýrri skýrslu fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bands­ins.

Margar milljónir dýra á ári

Á hverju ári eru fleiri milljón lifandi búfjár, nautgripa, sauðfjár og geita, flutt sjóleiðina frá löndum Evrópu­sambands­ins og mest af dýr­unum fer til Mið­Austurlanda og norðanverðrar Afríku. Samkvæmt skýrslunni, Welfare of Animals Trans­ported by Sea, hafa einungis 25% flutninga­skip­anna leyfi til búfjár­flutninga eða með leyfi frá löndum utan Evrópu­sambandsins og áhafnarmeðlimir sjaldnast þjálfaðir til að huga að vel­ferð dýranna. Mörg flutninga­skip sem taka að sér búfjárflutninga eru upphaf­lega hönnuð til að flytja bíla og því ekki búin nauðsynlegum búnaði til að brynna eða skola undan dýrunum.

Í skýrslunni kemur fram að framkvæmd flutninganna sé oft illa skipulögð, ekki sé gert ráð fyrir að dýrin þurfi oft að þola mikla hita við flutningana og að fóður og vatnsgjöf sé iðulega í lág­­marki. Í skýrsl­unni er einnig gagn­rýnt að ekkert opin­bert eftirlit sé með meðferð meðan á flutn­ingunum stend­ur og ekk­ert sé vitað um afdrif eða meðferð þeirra á áfangastað.

Afleit skipulagning og takmörkuð ábyrgð

Fram kemur að vegna slæmrar skipulagningar hafi farmar með lifandi búfé verið sent á ranga áfangastaði og að upp hafi komið tilfelli þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að dýrin þyrftu vatn eða fóður á leiðinni.

Einnig er gagnrýnt að óvíst er hver ber ábyrgð á dýrunum á ólíkum stigum flutninganna, móttöku eftir flutninga á landi, lestun, velferð meðan á sjóflutningunum stendur, móttöku á áfangastað og eftirfylgni.

Einungis sex af þrettán stærstu útskipunarhöfnum lifandi búfjár eru sagðar hafa viðunandi aðstöðu við eða í nágrenni hafnanna til að taka á móti stórum förmum dýra til að hleypa þeim frá borði til að fóðra þau, gefa vatn og leyfa dýrunum að hvílast.

Írland og Portúgal eru þau lönd sem sögð eru standa sig hvað velferð dýranna í flutningum varðar þótt víða hefði mátt gera betur.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...