Fréttir / Fréttir

Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga

Bændablaðið sendi Lyfjastofnun fyrirspurn vegna umræðunnar um iðnaðarhamp og leyfi til að rækta hann. Auk þess var spurt hver staða hamps væri í ýmiss konar vörum sem fluttar eru til landsins. Einnig var spurt og hvort skýra þurfi eða breyta lögunum til þess að leyfa ræktunina að mati Lyfjastofnunar.

Ógn við eitt besta heilbrigðisástand í heimi

Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarður, Matfugl, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og Bændasamtök Íslands hafa sent Matvælastofnun bréf þar sem áhyggjum er lýst vegna hættunnar á að alvarlegir alifuglasjúkdómar berist til landsins.

Bændur og Félag atvinnurekenda mótmæla tollafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Sú óvenjulega staða kom upp í dag að Bændasamtökin og búgreinafélög innan þeirra vébanda tóku höndum saman við Félag atvinnurekenda...

Reglur um ræktun á iðnaðarhampi þvert á ráðuneyti

Greint var frá því á vef Bænda­blaðsins fyrir skömmu að lögreglan á Austurlandi hafi heimsótt Gautavík í Berufirði. Erindið var að kanna, að tilmælum Lyfjastofnunar, hvort ræktun ólöglegra plantna ætti sér stað á býlinu. Fyrirhugað er að setja á fót starfshóp til að skoða ræktun á iðnaðarhampi hér á landi.

Tillagan um örsláturhús rúmast ekki innan lagalegs svigrúms

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur að ekki sé svigrúm innan löggjafarinnar og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands til að heimila rekstur á svokölluðum örsláturhúsum heima á bæjum.

„Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu

Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endurnýjanlegum orku­gjöfum samkvæmt gögnum Orku­stofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á upprunavottorðum úr landi.

Hentistefna stjórnvalda í tollamálum stendur greininni fyrir þrifum

Samkvæmt minnisblaði sem Félag svínabænda lagði fram á fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra 27. nóvember síðastliðnum er fjöldi ástæðna fyrir því að ekki eigi að binda í lög innflutning á 400 tonnum af svínasíðum árlega.