Fréttir / Fréttir

Stöðumat um ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind en þar er verið að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Á að minna á mikilvægi mjólkurframleiðslunnar í sveitinni fyrir landið allt

„Þetta er spennandi verkefni sem á að undirstrika hversu mikil­væg Eyjafjarðarsveit er fyrir mjólkur­framleiðslu í landinu,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, um verkefni sem manna á milli nefnist Risakusa.

Víða kal í túnum norðan heiða

„Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda.

Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna

Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun

Unnið er að undirbúningi samstarfs­verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár­bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu­leika þeirra til frekari verðmæta­sköpunar.

Eyrnamörk á sauðfé verða valfrjáls

Í frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að bændum sé frjálst hvort þeir marki fé með gömlum eyrnamörkum eða ekki. Þeim er aftur á móti skylt að merkja fé með plötumerkjum þar sem fram kemur númer bæjar eða eiganda, sýslutákn og númer sveitarfélags, auk númers gripsins.

„Við eigum eina jörð og verðum að umgangast hana á sjálfbæran hátt"

Árni Bragason, landgræðslustjóri, er viðmælandi í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar.