Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framúrskarandi íslenskir sauðfjárbændur
Skoðun 30. nóvember 2021

Framúrskarandi íslenskir sauðfjárbændur

Höfundur: Hafliði Halldórsson. Verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna.

Sauðfjárræktin hefur nú um árabil barist í bökkum vegna afurðaverðs sem er ýmist lægst eða næstlægst í Evrópu, í námunda við afurðaverð rúmenskra sauðfjárbænda. Ekki þarf flókna hagfræðigreiningu til að sjá skekkjuna í samanburði milli þessara ólíku landa.

En sitja íslenskir sauðfjárbændur kannski bara eftir, með öll ljós slökkt? Án þess að þróa greinina í takt við nútímann, hlusta þeir ekki eftir óskum markaðarins? Eiga þeir einfaldlega ekki innistæðu fyrir betra afurðaverði? Myndin er auðvitað aðeins flóknari, og margir þættir sem hafa áhrif á afleita stöðu. En sauðfjárbændur hafa hið minnsta staðið sig og vel það.

Í samanburði við evrópska starfsbræður sína eru íslenskir sauðfjárbændur framúrskarandi og leiðandi í þróun á sínum búskap. Nútíminn er löngu kominn og honum fagna bændur. Búgreinin hefur aukið framleiðni og gæði af mikilli elju á síðustu áratugum. Lítum á þrjú mikilvæg atriði sem komu fram í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins sem var gefin út í maí sl.

Afurðamagn kjöts á hverja kind er hæst á Íslandi í evrópskum samanburði, 30% hærra en hjá þeirri þjóð sem vermir annað sæti. Íslenskir sauðfjárbændur hafa aukið framleiðni kjöts á hverja vetrarfóðraða kind um u.þ.b. 25% á síðustu 20 árum og þannig tekið fram úr öðrum Evrópuþjóðum í samanburðinum. Með áherslu á hærra hlutfall vöðva og minni fitu, samkvæmt kröfum neytenda.

Íslensk sauðfjárrækt skartar hæsta frjósemishlutfalli í Evrópu með einn burð á ári. Á Íslandi fæðast 1,83 lömb á hverja vetrarfóðraða kind á ári. Evrópskt meðaltal er 1,4 lömb á hverja kind.
Þátttaka bænda í rafrænu skýrsluhaldi er hæst í íslenskri sauðfjárrækt í evrópskum samanburði með 97% hlutfall af framleiðslu.

Framleitt magn kindakjöts á hverja vetrarfóðraða kind í nokkrum Evrópulöndum árið 2019, Afkoma sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana, LBHI fyrir ANR 2021, bls 38.

En hverju má þakka þennan árangur? Vilja bænda til að gera sífellt betur, aukinni menntun og þekkingu innan greinarinnar og öflugri ráðgjöf. Skýrsluhald íslenskrar sauðfjárræktar hefur víðtækustu þátttöku bænda í allri Evrópu með tæp 100% framleiðslunnar. Til samanburðar er þátttakan einungis rúmlega 50% framleiðslunnar í Noregi. Árangursríkt kynbótastarf byggir á virkri notkun bænda og ráðgjafa þeirra á bestu fáanlegu gögnum. Kolefnisspor per kg lambakjöts hefur einnig lækkað samhliða aukinni framleiðni. Færri gripi þarf nú til að halda uppi framleiðslu, fóður nýtist betur og stýring beitar tekið stórstígum framförum með minnkuðu beitarálagi.

Við eigum framúrskarandi bændur sem leita sífellt leiða til frekari úrbóta í sínum búskap, byggt á rannsóknum og ráðgjöf og skila afurðum af háum gæðum.

Neytendur vilja vita af aðgreinandi þáttum og taka upplýstar ákvarðanir í sínum innkaupum og treystir íslenskum landbúnaði. Sköpum tækifæri með stórbættum merkingum íslenskra búvara og aukinni upplýsingagjöf.

Hafliði Halldórsson.
Verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna.

Heimildir:
Afkoma sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana. LBHI fyrir ANR 2021.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...