Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni sláturtíð komu rúmlega 13 þúsund færri lömb til slátrunar miðað við árið á undan. Það leiðir til samdráttar í lambakjötsframleiðslu sem nemur 340 tonnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var alls 404.672 lömbum slátrað nú í haust, en 418.202 haustið 2023. Þegar litið er aftur til ársins 2021 hefur fjölda þeirra lamba sem farið hefur til slátrunar fækkað um 60 þúsund.

Á síðasta ári fækkaði sláturlömbum um tæplega 28 þúsund miðað við 2022 en þá minnkaði kjötframleiðslan um 200 tonn. Ástæðan fyrir því að kjötframleiðslan varð ekki minni skýrist af því að meðalfallþunginn á landinu var þá 17,22 kíló, sem reyndist sá annar mesti í sögunni.

Um 1.300 færra af fullorðnu fé

Um 1.300 færra fullorðið fé kom til slátrunar í haust miðað við 2023, en á milli áranna 2022 og 2023 varð fækkunin um 3.600 gripir. Meðalfallþungi á landinu var 16,94 kg nú í haust, sem er sá þriðji mesti í sögunni. Mestur var fallþunginn á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra – alls staðar vel yfir 17 kg
– en minni á Norðurlandi. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.

Meðalvigt aukist

Meðalvigt hefur aukist nokkuð á síðustu árum sem vegur að einhverju leyti upp á móti fækkun sláturgripa. Sem dæmi má nefna að á árunum 2010 til 2017 nær meðalvigt aldrei 16,5 kílóum, en hefur öll árin síðan verið yfir 16,5 kílóum.

Á árinu 2017 komu 560.465 lömb til slátrunar, rúmlega 543 þúsund árið 2018 og tæplega 507 þúsund árið 2019.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...