Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Mynd / Crop One
Fréttir 14. september 2022

Framleiðir rúm 900 þúsund kíló af salati á ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umfangsmesta lóðrétta ræktun (vertical farming) heims er stunduð í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í húsnæði sem er rúmlega 330 þúsund fermetrar með ársframleiðslu á salati upp á rúm 900 þúsund kíló á ári.

Um þessa risavöxnu garðyrkjustöð var fjallað í vefmiðlinum Fast Company í sumar. Þar kemur fram að sé gengið inn í matvöruverslun í borginni séu allar líkur á að salat og grænmeti sem þar er í boði sé innflutt frá Evrópu, þar sem ræktarland og aðgengi að vatni til ræktunar sé þar afar takmarkað. Talið er að um 90 prósent af öllum matvælum í landinu séu innflutt, en nálægt tíu milljónir manna búa þar.

Mikil stærðarhagkvæmni
Sýnishorn af lóðréttri ræktun. Mynd / Wikimedia Commons

Garðyrkjustöðin heitir ECO 1 og er staðsett nálægt flugvellinum í Dubai. Ýmsar salattegundir eru ræktaðar í stöðinni, til að mynda klettasalat og spínat. Bygging stöðvarinnar var samstarfsverkefni Crop One, fyrirtækis sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun nálægt Boston í Bandaríkjunum, og fyrirtækisins Emirates Flight Catering, sem leggur flugfélaginu Emirates Airlines til matvæli og hráefni til matargerðar.

Mikil stærðarhagkvæmni er talin vera fólgin í rekstri á mjög stórum garðyrkjustöðvum með lóðrétta ræktun innandyra, þar sem sjálfvirk stýring er á öllum þáttum ræktunarinnar; meðal annars lýsingu, rakastigi og næringargjöf. Haft er eftir Craig Ratajczyk, forstjóra Crop One, í umfjöllun Fast Company að stöðin hafi reynst vera mjög arðvænleg.

Einstaklega umhverfisvænt

Stöðin er sögð mjög umhverfisvæn í mörgu tilliti, til dæmis nýtingin á vatni sem er talin vera afburðagóð – um 95 prósenta minni vatnsnotkun en í sambærilegri útiræktun. Þá er engin þörf á notkun á skordýraeitri né illgresiseyði því ræktunin fer fram í lokuðu ræktunarkerfi.

Sem stendur er stöðin knúin með hefðbundnum orkugjöfum, en stefnt er á að skipta yfir í sólarorku í framtíðinni.

Í Abu Dhabi, annarri borg í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, er stefnt að því að reisa aðra risastöð og hafa stjórnvöld þar fjárfest fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala í verkefninu.

Þar er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari í að setja upp rannsóknarmiðstöð til þróunar á enn hagkvæmari leiðum til lóðréttrar ræktunar. Talið er að þessi tegund ræktunar muni ryðja sér mjög til rúms á heimsvísu á næstu árum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...