Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál
Mynd / K8 - Unsplash
Lesendarýni 15. apríl 2021

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að komast til botns í hverju ört vaxandi innflutningur á svokölluðum jurtaosti sætti. Til að gera langa sögu stutta leiddu rannsóknir í ljós að tollflokkun á vöru sem að uppistöðu er rifnn mozzarella ostur, reyndist röng. Þetta staðfestu tollayfirvöld með tölvupósti þann 23. júní en þar segir m.a. „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“  

Ætla mætti að strax í kjölfarið hefði framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla verið umsvifalaust komið í rétt horf eftir að ljóst var  að misbrestur hefði orðið á. Um þetta má þó efast þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir, júní, júlí og ágúst, liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

En hverju hefur þessi breyting á tollaframkvæmd skilað? Það er vissulega vandasamt að fullyrða neitt á þessu stigi en sterkar vísbendingar eru um að sala á rifnum osti úr mjólk frá íslenskum bændum nálgist nú fyrri stöðu. Sem dæmi var hún 26 tonnum meiri í mars 2021 en í mars 2020. Þetta svarar til 260.000 lítra mjólkur sem lætur nærri að nema árs framleiðslu meðal kúabús á Íslandi í dag. Það er því freistandi að draga þá ályktun að aðstæður færist nú nær því að vera í samræmi við gerða milliríkjasamninga. 

Erna Bjarnadóttir,

verkefnastjóri MS

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.