Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér að ofan má sjá kanadísku styttuna Girl in a Wetsuit eftir listamanninn Elek Imredy, tilbrigði við Litlu Hafmeyjuna.
Hér að ofan má sjá kanadísku styttuna Girl in a Wetsuit eftir listamanninn Elek Imredy, tilbrigði við Litlu Hafmeyjuna.
Mynd / Wikipedia
Á faglegum nótum 17. janúar 2022

Yfirlit ætternis Litlu hafmeyjunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Litla hafmeyjan, eitt af þjóðar­táknum Danaveldis og sögu­persóna hins kunna ævintýris þjóðskáldsins H.C. Andersen, var mótuð í brons árið 1837 af listamanninum Edvard Eriksen.   

Var henni svo komið fyrir við sjávarmálið skammt frá Löngulínu árið 1913. Sagan hermir að Carl Jacobsen nokkur, sonur stofnanda Carlsberg-bruggverksmiðjunnar, hafi kvöld eitt setið í konunglega danska leikhúsinu og orðið fyrir miklum hughrifum er hann fylgdist með ballettsýningu um ævintýrið.

Aðaldansmeyjan, Ellen Price, var á þeim tíma þekkt fyrir mikinn þokka og útgeislun auk danshæfileika sinna og innti Carl hana þess að vera fyrirmynd styttunnar er hún yrði steypt. Ellen var sátt við að andlit hennar og höfuð hafmeyjunnar yrði mótað eftir hennar eigin en þar sem hún vildi ekki sitja fyrir nakin varð úr að eiginkona myndhöggvarans, Eline Eriksen, yrði fyrirmyndin að líkama Litlu hafmeyjunnar.

Hafmeyjan Penelope frá ítölsku borginni Senigallia er táknmynd ódauðlegrar ástar og hafa ófáar ástarjátningarnar farið fram við stall hennar. Hún er þó ekki hafmeyja að uppruna, en þekkt sem slík.

Af ísfirskum ættum

Gaman er að segja frá því að myndhöggvari og listamaður styttunnar, Edvard Eriksen, var af íslenskum ættum. Móðir hans var frú Svanfríður Magnúsdóttir frá Langadal í Ísafjarðardjúpi, sem giftist dönskum skósmið, Martin August Eriksen. Edvard var listfengur og vel metinn myndhöggvari, krýndur aðalstign danska ríkisins árið 1932 fyrir verk sín.

Listáhugi Carls Jacobsen var annars vel þekktur. Hann var mikill listunnandi og varði mestum hluta tekna sinna til kaupa á listaverkum, enda safn hans talið á heimsmælikvarða. Eftir að hafa tekið við bruggverskmiðju föður síns réði hann til verka fremstu dönsku arkitekta þess tíma, þar á meðal Vilhelm Dahlerup sem hannaði byggingarnar af mikilli vandvirkni, með áherslu á smáatriði. Jafnfram var Carl örlátur á að láta smíða og gefa verk þau er skreyttu Kaupmannahöfn, en auk Litlu hafmeyjunnar má nefna Gefjunargosbrunninn sem er fagurlega á lítandi gosbrunnur þar sem gyðjan Gefjun og naut hennar eru í aðalhlutverki.

Áhrif Undínu

Hvað varðar ævintýrið hans H.C. Andersen herma sögur að hann hafi orðið fyrir sterkum áhrifum sögunnar um hana Undínu, sem er ævintýri eftir þýskan rithöfund, Friedrich de la Motte Fouqué.

Sagan sú var skrifuð í rómantískum stíl árið 1811, en aðalsögupersónan, Undína, er vatnagyðja sem giftist riddaranum Huldebrand í skiptum fyrir að öðlast sál. Ástir þeirra eru í takt við þá sem aldrei mega unnast, en ólíkt Litlu hafmeyjunni, verður Undína völd að andláti manns síns.

Pania of the Reef, nýsjálensk hafmeyja er á sér sitt eigið ævintýri.

Nokkuð er svo um að fleiri hafmeyjur hafi litið dagsins ljós. Helst er að nefna eftirmynd Litlu hafmeyjunnar sem sett var upp í bandaríska bænum Greenville, Michigan árið 1994 til þess að fagna danskri arfleifð bæjarins. Ekki fór betur en svo að árið 2009 var bærinn krafinn um leyfisgjald og því haldið fram að verið væri að brjóta gegn höfundarrétti Edvards Eriksen.

Þó er bandaríska hafmeyjan helmingi stærri en sú upprunalega auk þess að hafa annað andlit og státa af mun stærri brjóstum. Eitthvað voru málaferlin að velkjast í kerfinu og krafan að lokum felld niður.

Nágrannar þeirra, Kanadamenn, höfðu áður, árið 1972, viljað skreyta bæ sinn, Bresku Kólumbíu, í Vancouver, hafmeyjunni víðfrægu en fengu ekki leyfi frá Kaupmannahöfn til þess að endurskapa styttuna. Þeir tóku þá til þess ráðs að móta styttu af kvenkyns kafara (Girl in a Wetsuit eftir listamanninn Elek Imredy) og eru afar ánægðir með þá fögru sýn.

Ódauðleg ást og virðing

Nú, tilbrigði við styttuna af Litlu hafmeyjunni má einnig finna í furstadæminu Mónakó þar sem hún horfir yfir Larvotto ströndina. Hún var gerð úr nokkrum lögum af málmi árið 2000, til virðingar þeim Dönum sem búa í Mónakó og til minningar um 50 ára stjórnartíð prinsins Rainier III sem nú er látinn.

Á Ítalíu má svo finna fleiri en eina styttu er svipa til Litlu hafmeyjunnar. Sú sem þekktust er, Penelope að nafni, stendur nú sem minnisvarði ódauðlegrar ástar og hafa ófá brúðkaupin verið haldin við stall hennar. Fullt nafn hennar er Penelope of Senigallia, og er hún almennt kölluð „Litla hafmeyjan í Senigallia“. Rétt eins og Litla hafmeyjan er tákn Danmerkur og Kaupmannahafnar er Penelope orðin tákn Senigallíu. Styttan var búin til af listamanninum Gianni Guerro og vígð sem gjöf hans til borgarinnar í júlí 2004. Hún er fulltrúi Penelope (eiginkonu Ódysseifs Hómers), sem þráir og bíður eftir endurkomu eiginmanns síns í 20 ár. Mætti segja að í raun táknar styttan alla þá elskendur sem eru aðskildir og bíða eftir endurkomu hins.

Svo við förum nú aðeins hinuum megin á hnötttinn á Litla hafmeyjan víst skyldmenni þar líka. Styttan Pania of the Reef á nýsjálensku ströndinni Napier var afhjúpuð almenningi árið 1954 og segir sagan að Pania þessi hafi, líkt og Litla hafmeyjan, átt í nánu sambandi við mennskan mann. Þau eignuðust dreng sem hlaut nafnið Moremore og gegnir nú hlutverki verndara sjávarins við ströndina. Birtist hún eyjaskeggjum vanalega í líki hákarls, kolkrabba eða skötu. Móðir hans, Pania, líkt og Litla hafmeyjan, kýs að lokum að snúa aftur til lífsins í hafinu með trega í brjósti. En þetta eru nokkur dæmi hafmeyja á heimsvísu.

Sú litla leggur land undir fót

Litla hafmeyjan hins vegar, þó rótföst sé á steininum sínum, ferðaðist alla leið til Sjanghæ árið 2010 þegar Heimssýningin átti sér þar stað. Var verkið flutt austur á bóginn í maí 2010 og var í Kína þar til 20. nóvember sama ár. Meðan á ferðalagi hennar stóð var settur upp stór skjár í fjöruborðinu þar sem hægt var að fylgjast með henni í beinni útsendingu erlendis frá.

Mátti sjá Litlu hafmeyjuna sitja þar á klettinum sínum í saltvatnstjörn, miðpunktur danska skála sýningarinnar. Rétt er að geta þess að téð saltvatn kom að sjálfsögðu beint úr dönskum sjó.

Skylt efni: hafmeyjan ætterni

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...