Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti
Fræðsluhornið 21. október 2019

Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti

Höfundur: smh
Matís hefur gefið út tvö vefrit um annarsvegar hangikjöt og hins vegar geita- og sauðamjaltir. Um er að ræða faggreinaleiðbeiningar fyrir góða starfshætti og innra eftirlit fyrir smáframleiðendur. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar leiðbeiningar eru gefnar út.
 
Óli Þór Hilmarsson.
Óli Þór Hilmarsson, sérfræð­ingur hjá Matís, tók textann saman og teikningar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttir. Óli Þór segir leiðbeiningarnar alfarið byggðar á þeim lögum og reglugerðum sem fara þarf eftir við framleiðslu á þeim vörum sem þær ná yfir. „Þær eru settar fram í aðgengilegum texta, oft með skýringarmyndum.
 
Leiðbeiningarnar eru lesnar yfir af eftirlitsaðilanum, í þessu tilfellli Matvælastofnun, sem að lokum samþykkir að skilningur laga og reglna komist sem best til skila. Þar með eru komnar skýrar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Í löndunum í kringum okkur hefur útgáfa sem þessi verið stunduð lengi, hvort heldur það er til einföldunar fyrir smáframleiðendur eða hina stærri. 
 
Fagleiðbeiningarnar fyrir Geita- og sauðamjaltir voru unnar í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtök­in Beint frá býli og Matvæla­stofnun. Fag­leið­bein­ingarnar fyrir hangikjöt voru unnar í samvinnu við Landssamtök sauðfjár­bænda, Matvælastofnun og samtökin Beint frá býli.
 
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar í gegnum vef Matís, undir „Útgáfa og miðlun“. 
 
 
 Yfirlit ætternis Litlu hafmeyjunnar
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Yfirlit ætternis Litlu hafmeyjunnar

Litla hafmeyjan, eitt af þjóðar­táknum Danaveldis og sögu­persóna hins kunna ævi...

Betri nýting áburðar – betri afkoma
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Betri nýting áburðar – betri afkoma

Nú liggur fyrir að mikil hækkun er á áburðarverði milli ára. Kaup á tilbúnum ábu...

Vetrarumhirða pottaplantnanna
Fræðsluhornið 17. janúar 2022

Vetrarumhirða pottaplantnanna

Í skammdeginu þarf að huga séstaklega að vellíðan pottablómanna okkar, því það g...

Mannlaus mjólkurframleiðsla
Fræðsluhornið 10. janúar 2022

Mannlaus mjólkurframleiðsla

Bændur sem byggja fjós nú til dags, í norðurhluta Evrópu og helstu löndum þar se...

Nýr Mitsubishi Eclipse Cross
Fræðsluhornið 7. janúar 2022

Nýr Mitsubishi Eclipse Cross

Laugardaginn 4. desember kynnti Hekla h/f við Laugaveg nýjan Mitsubishi Eclipse ...

Frá nútíð til framtíðar
Fræðsluhornið 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum....

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman
Fræðsluhornið 3. janúar 2022

Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman

„Riðurannsóknin mikla“ – hér eru íslenskir sauðfjárbændur og riðusérfræðingar fr...

Hækkum rána í íslensku kynbótastarfi
Fræðsluhornið 3. janúar 2022

Hækkum rána í íslensku kynbótastarfi

Um nokkurt skeið hafa íslenskir kúabændur tekist nokkuð á um hvernig skuli lækka...