Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar
Fræðsluhornið 7. október 2021

Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

Niðurstöður kosninga til Alþingis 25. september voru skýrar. Ríkis­stjórnarflokkarnir styrktu stöðu sína og eru, þegar þetta er skrifað, í samtali um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sauðfjár­bændur hafa væntingar um að ný ríkisstjórn bregðist með skjótum hætti við þeirri stöðu sem greinin er í. Rekstur sauðfjárbúa hefur verið afar erfiður á undanförnum árum, eins og myndin hér fyrir neðan gefur skýrt til kynna.

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun framleiðslukostnaðar, afurðatekna og opinbers stuðnings fyrir árin 2014–2019 reiknað á hvert kg af innlögðu dilkakjöti. Gögnin eru byggð á verkefni RML um rekstur og afkomuvöktun sauðfjárbúa en eru fengin úr skýrslu LbhÍ sem kom út fyrr á þessu ári. Afurðatekjur eru tekjur af seldu dilkakjöti, kjöt af fullorðnu fé, seldri ull, heimanot og seldu líffé.

Opinberar greiðslur eru tekjur vegna greiðslumarks, beingreiðslna í ull, gæðastýringargreiðslur, býlisstuðningur og svæðisbundinn stuðningur. Punktarnir fyrir ofan súlurnar gefa til kynna áætlaðan framleiðslukostnað hvers árs. Í gögnum RML er framleiðslukostnaður reiknaður sem heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta. Þá er launakostnaður í gögnum RML mjög hóflegur. Hér er farin sú leið að áætla fjármagnsliði, afskriftir og leiðréttingu á launalið með því að bæta 20% ofan á framleiðslukostnað eins og hann er settur fram í skýrslu LbhÍ.

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017-2019:

https://www.rml.is/static/files/RML_Frettir/2021/afkomuvoktun-2017_2019-yfirlit.pdf

Afkoma sauðfjárræktar á Íslandi og leiðir til að bæta hana:

https://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_nr_142.pdf

Fyrr á þessu ári kom út skýrsla á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í skýrsl­unni er lögð fram aðgerðaráætlun til bættrar afkomu sem má draga saman svona:

  • Að halda áfram að leita leiða til að draga úr framleiðslukostnaði
  • Að ná hærra afurðaverði til bænda, með því að:
    • Stuðla að hagræðingu í rekstri sláturhúsa
    • Hagkvæmara fyrirkomulagi í útflutningi

Það er krafa sauðfjárbænda að horft verði til þessara tillagna þegar kemur að því að skapa greininni rekstrarskilyrði sem tryggir bændum viðunandi afkomu af sínum rekstri.

Unnsteinn Snorri Snorrason
verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

Fýll
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Fýll

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Han...

Gulvíðir
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Gulvíðir

Ástæða er til að telja gulvíði (Salix phylicifolia) til innlendra trjátegunda...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti
Fræðsluhornið 19. júlí 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Fræðsluhornið 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginle...

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric
Fræðsluhornið 14. júlí 2022

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric

Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota um...

Blæösp
Fræðsluhornið 13. júlí 2022

Blæösp

Blæösp (Populus tremula) hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ...

Sendlingur
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Sendlingur

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, l...

Krydd í tilveruna - seinni hluti
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Krydd í tilveruna - seinni hluti

Fáum sögum fer af kryddi í íslenskum fornsögum og ritum fram eftir öldum. ...