Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar
Á faglegum nótum 7. október 2021

Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

Niðurstöður kosninga til Alþingis 25. september voru skýrar. Ríkis­stjórnarflokkarnir styrktu stöðu sína og eru, þegar þetta er skrifað, í samtali um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sauðfjár­bændur hafa væntingar um að ný ríkisstjórn bregðist með skjótum hætti við þeirri stöðu sem greinin er í. Rekstur sauðfjárbúa hefur verið afar erfiður á undanförnum árum, eins og myndin hér fyrir neðan gefur skýrt til kynna.

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun framleiðslukostnaðar, afurðatekna og opinbers stuðnings fyrir árin 2014–2019 reiknað á hvert kg af innlögðu dilkakjöti. Gögnin eru byggð á verkefni RML um rekstur og afkomuvöktun sauðfjárbúa en eru fengin úr skýrslu LbhÍ sem kom út fyrr á þessu ári. Afurðatekjur eru tekjur af seldu dilkakjöti, kjöt af fullorðnu fé, seldri ull, heimanot og seldu líffé.

Opinberar greiðslur eru tekjur vegna greiðslumarks, beingreiðslna í ull, gæðastýringargreiðslur, býlisstuðningur og svæðisbundinn stuðningur. Punktarnir fyrir ofan súlurnar gefa til kynna áætlaðan framleiðslukostnað hvers árs. Í gögnum RML er framleiðslukostnaður reiknaður sem heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta. Þá er launakostnaður í gögnum RML mjög hóflegur. Hér er farin sú leið að áætla fjármagnsliði, afskriftir og leiðréttingu á launalið með því að bæta 20% ofan á framleiðslukostnað eins og hann er settur fram í skýrslu LbhÍ.

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017-2019:

https://www.rml.is/static/files/RML_Frettir/2021/afkomuvoktun-2017_2019-yfirlit.pdf

Afkoma sauðfjárræktar á Íslandi og leiðir til að bæta hana:

https://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_nr_142.pdf

Fyrr á þessu ári kom út skýrsla á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í skýrsl­unni er lögð fram aðgerðaráætlun til bættrar afkomu sem má draga saman svona:

  • Að halda áfram að leita leiða til að draga úr framleiðslukostnaði
  • Að ná hærra afurðaverði til bænda, með því að:
    • Stuðla að hagræðingu í rekstri sláturhúsa
    • Hagkvæmara fyrirkomulagi í útflutningi

Það er krafa sauðfjárbænda að horft verði til þessara tillagna þegar kemur að því að skapa greininni rekstrarskilyrði sem tryggir bændum viðunandi afkomu af sínum rekstri.

Unnsteinn Snorri Snorrason
verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...