Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Best er að bændur panti sauðfjárskoðun í gegnum vefinn rml.is
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 14. ágúst 2017

Um sauðfjárskoðanir 2017

Höfundur: Eyþór Einarsson
Opnað var fyrir móttöku á pöntunum fyrir sauðfjárskoðanir 15. júní sl. Þegar hefur nokkuð af pöntunum borist enda margir sem þegar vita smaladaga á sínu svæði og eru komnir með sláturdaga fyrir lömbin.
 
Búist er við að skoðanir hefjist með fyrra fallinu, enda margt sem bendir til þess að lömbin komi vel þroskuð af fjalli eftir hagstætt árferði og þá hvetja jafnframt afurðastöðarnar til þess að lömb komi fyrr en seinna til slátrunar. Hér verður farið stuttlega yfir nokkur atriði tengd sauðfjárdómum haustsins.
Pantanir
 
Pöntunarfyrirkomulag er með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður.  Helst þyrftu allar pantanir að hafa borist fyrir 20. ágúst, en eftir þann tíma verður farið að raða niður á dagana. Þeir sem panta eftir 20. ágúst munu verða í verri stöðu með að fá skoðun á þeim tíma sem þeir óska eftir. Skipulag innan svæða er jafnframt með svipuðu sniði og verið hefur þótt Vesturlandið, Vestfirðir og hluti af Norðurlandi vestra hafi verið brotin upp með nýjum hætti. Lárus G. Birgisson tekur nú við keflinu af Þorvaldi Þórðarsyni og fer með skipulagið fyrir Vestfirði, þar með talið Barðaströnd og Reykhólasveit.  Æskilegt er að allar pantanir berist gegnum heimasíðuna, en ef upp koma breytingar eða annað sem krefst þess að rætt sé við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum þá er hér gefið yfirlit yfir hverjir fara með þau mál innan hvers svæðis.
 
Eftirtaldir aðilar halda utan um skipulag innan svæða:
 
Vesturland
Oddný K. Guðmundsdóttir
 
Vestfirðir (þ.m.t. Barðaströnd og Reykhólasveit)
Lárus G. Birgisson
 
Dalir og Strandir 
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
 
Vestur-Húnavatnssýsla
Sigríður Ólafsdóttir
 
Austur- Húnavatnssýsla
Harpa Birgisdóttir
 
Skagafjörður og Eyjafjörður 
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Suður-Þingeyjarsýsla 
María Svanþrúður Jónsdóttir
 
Norður-Þingeyjarsýsla
Steinunn Anna Halldórsdóttir
 
Austurland
Guðfinna Harpa Árnadóttir
 
Suðurland 
Fanney Ólöf Lárusdóttir

Skylt efni: sauðfjárskoðun

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...