Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þjóðargrasagarðurinn á Kúbu
Fræðsluhornið 21. september 2015

Þjóðargrasagarðurinn á Kúbu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúba er eyja í Karíbahafi þar sem meðalhitinn er 21° gráða á Celsíus og þar vaxa rúmlega 9.000 tegundir af plöntum. Nánast er hægt að rækta hvað sem er á Kúbu sem sést á því að ef fræ lendir í mold spírar það og víða má sjá heilu trén vaxa í sprungum utan á húsum í gamla miðbænum.

Þrátt fyrir þetta er takmarkað af matjurtum í boði í verslunum og helstu ræktunarplöntur eru sykurreyr, sem notaður er í romm, kaffi og tóbaksplöntur í vindla.

Þjóðargrasagarðurinn á Kúbu er með yngri grasagörðum í heimi. Uppbygging hans hófst árið 1968 og hann var opnaður almenningi árið 1984. 

Garðurinn er um 25 kílómetra suður af Havana, á landi sem áður var nytjað til beitar. Hann er um 600 hektarar að stærð og í honum eru þrjú lítil vötn, yfir 180 þúsund tré og ríflega fjögur þúsund tegundir af plöntum. Um 200 þúsund gestir heimsækja garðinn árlega.

Gróður frá löndunum í kringum miðbaug

Í garðinum, sem er skipt í svæði eftir löndum, má skoða plöntur sem eru upprunalega frá Ástralíu, eyjum í Kyrrahafinu, Suðaustur-Asíu, Indlandi, ákveðnum svæðum í Afríku, Mið-Ameríku og Mexíkó en 120 hektarar eru tileinkaðir flóru Kúbu. Það sem fyrir augu bar var því talsvert ólíkt því sem sjá má í grasagörðum á norðlægari slóðum.

Pálmar af öllum stærðum og gerðum eru í garðinum. Mér var sagt að alls væru pálmategundirnar 150 og þar af yxu 40 villtar á Kúbu. Í fyrstu fannst mér þeir nánast allir eins en þegar ég fór að skoða þá betur kom í ljós mikill munur á blaðgerð og áferð stofnsins. Mér kom á óvart að rekast á furur í garðinum og voru tvær tegundir mest áberandi, Pinus cubensis og Pinus caribaea.

Talsverður undirbúningur

Daginn áður en ég og samferðakona mín, Guðrún Helga Tómasdóttir, fórum í garðinn var samið við leigubílstjóra um verð, klukkan hvað skyldi lagt af stað og hvað ferðin tæki langan tíma. Bílstjórinn var hinn almennilegasti og mjög hjálplegur og kannski um of því þegar við komum á staðinn var hann búinn að útvega okkur leiðsögukonu til að fylgja okkur um garðinn. Gallinn var bara sá að hún talaði ekki orð í ensku og við skiljum ekki nema hrafl í spænsku. Hún gat að vísu gert sig skiljanlega um hvað leiðsögnin kostaði en lengra náði það ekki og það tók talsverðan tíma að koma konunni í skilning um að við vildum fá að ganga um garðinn ein.

Undirbúningur fyrir ferðina tók aftur á móti mest alla nóttina og um tíma hélt ég að ekkert yrði úr heimsókninni. Skömmu eftir miðnætti byrjaði ég að svitna herfilega og tveimur tímum síðar var ég kominn inn á klósett þar sem gusur komu hvor úr sínum endanum til skiptis og stundum báðum í einu. Þegar losuninni lauk og ég leit í spegil var ég grár í framan eins og aska í vindlaöskubakka, sem voru á öllum borðum á hótelinu, og hélt ég að þetta væri mín síðasta stund. Samferðakona mín rumskaði ekki við óhljóðin í mér og svaf alla nóttina og kenndi sér einskis meins.

Ég var aðein hressari þegar kom að brottför klukkan níu árdegis og ákvað því að fara í garðinn því alls óvíst var hvort tækifærið byðist aftur.

Í garðinum tóku veikindin sig aftur upp og mér varð svo brátt að ég þurfti að hlaupa bak við pálma og létta á mér og nota gras á afturendann, eins og í sveitinni í gamla daga. „Shit happens“ víðar en á Íslandi.

Gróðurhús og bonsaigarður

Þrjú stór gróðurhús í garðinum eru opin almenningi og í raun svolítið súrrealískt að skoða plöntur í gróðurhúsi í hitabeltinu. Ég áttaði mig svo á að gróðurhúsunum var ætlað að skapa ákveðið loftslag og gróðurhverfi eins og eyðimörk þar sem vaxa kaktusar og þykkblöðungar eða regnskógaloftslag fyrir vatnaliljur og hitabeltisburkna. Í einu gróðurhúsinu var svo safn bonsai-trjáa.

Utandyra skammt frá gróðurhúsunum er sýningarsvæði sem er helgað plöntunytjum og þar vaxa alls kyns lækninga-, litunar-, vefnaðar-, matarplöntur og plöntur sem tengjast helgihaldi. Þar er einnig beð þar sem eingöngu vaxa eitraðar plöntur.

Þar sem við heimsóttum garðinn í nóvember voru aldin og fræ áberandi en fáar plöntur í blóma.

Gangan langa

Í garðinum, sem er stór, eru 35 kílómetrar af göngustígum og ég er viss um að ég og Guðrún Helga höfum gengið hvern einasta metra af þeim. Í ákafa mínum til að sjá sem mest og kíkja yfir næstu hæð týndi ég áttum og við villtumst í garðinum. Við hefðum líklega þurft að eyða nóttinni þar hefði Guðrún ekki kunnið hrafl í spænsku og séð skilti sem vísaði á aðalinnganginn þar sem leigubíllinn beið okkar og ók heim á hótel þar sem ég lá í nokkra klukkutíma og jafnaði mig á matareitruninni. 

Skylt efni: Gróður | Kúba | ferðalög

Tófú er bæði klístrað og hart
Fræðsluhornið 17. maí 2022

Tófú er bæði klístrað og hart

Tófú er unnið úr hleyptum safa í sojabaunum eða sojamjólk eins og sumir vilja ka...

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Fræðsluhornið 16. maí 2022

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...

Jarðrækt – Sprotinn
Fræðsluhornið 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun

Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...

Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Mikið af næringarefnum enn ónýtt

Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...