Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landgræðsla með heyfyrningum í samstilltu átaki.
Landgræðsla með heyfyrningum í samstilltu átaki.
Mynd / NÍN
Á faglegum nótum 9. desember 2020

Þingeyingar í sóknarhug

Í fjáraukalagafrumvarpi 2020 kemur fram tillaga um heimild til kaupa á húsnæði í Mývatnssveit fyrir opinbera starfsemi. Um er að ræða húsnæði fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, en jafnframt telur Skútustaðahreppur að mikil samlegðar- og nýsköpunartækifæri séu til staðar, verði af kaupum ríkisins á húsnæði Hótel Gígs í Mývatnssveit.

Byggir á greiningarvinnu

Ýmis nýsköpunartækifæri komu fram í greiningarvinnu íbúa í verkefninu Nýsköpun í norðri (NÍN) haustið 2019 og vorið 2020, en þá voru 30 íbúar Mývatnssveitar og Þingeyjarsveitar að störfum í rýnihópum NÍN. Að sögn Soffíu Kristínar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Mývatnsstofu og eins meðlima rýnihópa NÍN, var rýnihópastarf NÍN grundvöllurinn að mótun sex aðgerða sem miða að aukinni nýsköpun innan svæðisins, samhliða því að nýtt sveitarfélag verði í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar, tekið verði mið af tæknibreytingum og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp og samnýttir innviðir sem treysta samkeppnishæfni svæðisins til lengri tíma. 

Uppbygging rannsókna- og nýsköpunarklasa forgangsaðgerð

Fyrsta aðgerð NÍN fjallaði um uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunarklasa við Mývatn, þar sem áhersla væri lögð á nýsköpun, menntun og rannsóknir. Rannveig Ólafsdóttir leiddi starf rýnihópsins sem fjallaði um aðgerðina. 

„Rýnihópurinn vann mjög vel saman, þrátt fyrir að COVID-19 hindraði hefðbundin fundahöld. Það má e.t.v. segja að íbúar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hafi tekið stökk inn í rafræna framtíð í rýnihópavinnunni, skjölum var deilt með rafrænum hætti og fundir voru haldnir á fjarfundaforritinu Zoom. 

Að mati rýnihópsins felur uppbygging rannsókna- og nýsköpunarklasa í sér samlegðaráhrif fyrir fámennar stofnanir, að starfa saman undir einu þaki, og jafnframt í mörgum tilvikum betri starfsaðstæður og starfsumhverfi. Í öðru lagi verður þverfaglegur ávinningur af uppbyggingunni, þ.e. aukin samvinna og upplýsingaflæði á milli stofnana, sem hefur í för með sér víðtækari þekkingu og margfeldisáhrif fyrir rannsóknir á náttúru, umhverfi og samfélagi, o.fl. Samstarf og samskipti eru lykillinn að því að umbreyta rannsóknum og þróunarvinnu í raunverulega nýsköpun, vöruþróun, viðskiptatækifæri, samfélagsumbætur og aukna velferð. 

Í þriðja lagi er það forsenda skilvirks nýsköpunarkerfis í þekkingarsamfélagi nútímans að fyrir hendi sé opið flæði þekkingar á milli fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana,“ segir Rannveig og bætir við að mikil tækifæri felist ekki síður í frekari uppbyggingu Matarskemmunnar að Laugum, sem var jafnframt hluti af aðgerðum NÍN.

Samstarf við háskóla

Sumarið 2020 var lögð áhersla á samstarf við háskóla og þekkingarstofnanir í héraði. Háskólinn á Akureyri, Listaháskólinn og Þekkingarnet Þingeyinga voru þar í öndvegi en 13 frumkvöðlar og nemendur voru ráðnir í störf tengd aðgerðum NÍN og blésu þannig lífi í verkefnin. Vinnumálastofnun styrkti sumarstörf tengt NÍN, auk þess sem Nýsköpunarsjóður námsmanna studdi við verkefni tengt hönnun og hagnýtingu líftækni. 

Kolefnisbinding

Önnur aðgerð NÍN sneri að kolefnisbindingu með skógrækt og nýtingu heyfyrninga við landgræðslu. Gróðursettar voru birkiplöntur á Hólasandi í samstarfi við Skógræktina og Landgræðsluna, auk þess sem nýttar voru gamlar heyrúllur frá bændum til landgræðslu í  Bárðardal og nágrenni. Ungmenni sem störfuðu við verkefnið lærðu ýmislegt svo sem að mæla gróðurþekju, kyngreina víði, klippa hann og planta víðistiklingum. Eins voru mældir og lagfærðir göngustígar að Aldeyjarfossi og Sexhólagili. Sigurlína Tryggvadóttir leiddi þessa aðgerð og vinnur nú að skipulagningu svæða í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi sem hentað geta til stærri skógræktarverkefna, en stefnt er að því að við uppfærslu aðalskipulags verði slíkir möguleikar ræddir sérstaklega.

Stafræn leiðsögn og sameiginlegt vörumerki

Auk aðgerða um kolefnisbindingu og uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunarklasa, lögðu rýnihópar NÍN áherslu á uppbyggingu hring-rásarhagkerfis og greiningu auðlinda, innviða, mannauðs og regluverks. Verður sérstaklega horft til þessa við gerð aðalskipulags sveitarfélaganna.  

Þá töldu meðlimir rýnihópanna að leggja ætti áherslu á stafræna leiðsögn um svæðið og uppbyggingu sameiginlegs vörumerkis gagnvart ferðamönnum, kaupendum matvæla og íbúum í nútíð og framtíð. Mývatnsstofa hefur haft veg og vanda að þeirri þróun, í samstarfi við nemendur Listaháskólans og Háskóla Íslands. Þróuð hefur verið frumgerð að veflausn sem gerir fólki kleift að kynnast sögu og menningu svæðisins, afþreyingu, gistingu, matvælum sem nálgast má beint frá býli og fleira. 

Að sögn Soffíu Kristínar er stefnt að því að styrkja ímynd svæðisins, m.a. með því að bjóða upp á bændamarkaði innan svæðisins og hvetja bændur og aðra frumkvöðla til að nýta Matarskemmuna á Laugum enn betur, en þar má finna viðurkennda aðstöðu til matvælaframleiðslu sem stendur frumkvöðlum til boða. 

Soffía Kristín Jónsdóttir.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...