Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jarðýta sem lagði Svalvogaveg er enn þá í notkun í Hvalfirði. Elís Kjaran átti nokkrar ýtur af gerðinni International Harvester TD-8, en þær hafa gengið undir nöfnunum nashyrningar, teskeiðar og nallar.
Jarðýta sem lagði Svalvogaveg er enn þá í notkun í Hvalfirði. Elís Kjaran átti nokkrar ýtur af gerðinni International Harvester TD-8, en þær hafa gengið undir nöfnunum nashyrningar, teskeiðar og nallar.
Mynd / ÁL
Fræðsluhornið 1. september 2022

Teskeiðin hans Elísar Kjarans

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Núverandi eigandi jarðýtunnar, sem er átta tonna International Harvester TD-8 B, er Jón Valgarðsson, bóndi á Eystra- Miðfelli.

Hann keypti ýtuna notaða af Véladeild Sambandsins árið 1982 og frétti ekki fyrr en seinna að hún hafi áður verið í eigu Elísar Kjarans. „Þeir höfðu tekið hana upp í nýja vél af sömu gerð sem hann var að kaupa,“ segir hann.

Jón hefur notað ýtuna við ræktunarstörf á sinni jörð, eins og til að ýta út ruðningum og til að slétta út tún. Þó hefur notkunin allra síðustu ár verið nokkuð lítil þar sem beltagangurinn undir henni öðrum megin er orðinn slitinn.

„Kramið í henni er allt mjög gott – mótorinn er góður, drifið og allt aftur úr. Mig langar til að laga beltaganginn á henni til þess að hún verði enn þá betri en hún er og ætla ég að halda henni í lagi á meðan ég á hana. Það hafa stundum komið hingað menn sem hafa viljað fá hana keypta, en hún verður ekki seld,“ segir Jón.

Í upprunalegu ástandi

Vélin er að sögn Jóns algjörlega upprunaleg.

„Þegar synir Elísar Kjarans skoðuðu hana í fyrra voru þeir fljótir að bera kennsl á hvaða ýta þetta væri út frá hinum og þessum einkennum sem þeir þekktu,“ en Elís átti minnst fjórar ýtur af þessari gerð í gegnum sinn feril. Samkvæmt Jóni er mjög lipurt að vinna á ýtuna. „Það er ágætur kraftur í henni til þess að gera það sem henni er ætlað. Hún er samt ekki með neinn nýtískubúnað eins og loftpúðastól og maður þarf að vera með heyrnarskjól.“

Svalvogavegurinn lagður á grunni rollugötu

Ragnar Kjaran Elísson vann með föður sínum á ýtum í nokkur ár. Hann segir Elís hafa átt nokkrar TD-8 jarðýtur, sem oft voru kallaðar nashyrningar, í gegnum tíðina og yfirleitt hafi hann átt tvær í einu.

Elís vann við gerð hins margfræga Svalvogavegar á áttunda áratugnum, sem tengir Dýrafjörð og Arnarfjörð strandleiðina, ásamt því sem hann mokaði snjó á Hrafnseyrarheiði, við jarðrækt í Ísafjarðardjúpi og við hin fjölmörgu verk fyrir Vegagerðina.

Ragnar segir föður sinn hafa tekið lagningu Svalvogavegarins sem áskorun fyrst, en hann vann við að hreinsa veginn út í Svalvoga frá Keldudal Dýrafjarðarmegin á vorin. Frá Keldudal var gönguleiðin út í Svalvoga á rollugötu í fjallshlíðinni sem var ekki alltaf fær.

„Hann langaði til þess að athuga hvort hornið á ýtunni myndi ekki geta gert smá rás til þess að það væri auðveldara að labba þetta. Það gekk ágætlega þannig að hann hélt áfram,“ segir Ragnar.

Verkið tók fjögur sumur og tók Ragnar mikinn þátt í veglagningunni með föður sínum.

Framrúða brotnaði vegna fljúgandi verkfæra

Þrátt fyrir að hafa unnið á jarðýtunni í snarbröttum fjallshlíðum lenti Elís aldrei í alvarlegum óhöppum. Það var þó einu sinni við lagningu raflínu í Arnarfirði að hann missti ýtuna í það bratta brekku að hann þurfti að gefa allt í botn til að missa ekki stjórn á henni.

„Það var það bratt að verkfærin sem hann geymdi undir sætinu flugu út um framrúðuna,“ segir Ragnar.

Skylt efni: jarðýta | saga vélar

Með öllu óætur og jafnvel eitraður!
Fræðsluhornið 30. september 2022

Með öllu óætur og jafnvel eitraður!

Gulllaxinn skilaði hálfum milljarði króna í útflutningstekjur á síðasta á...

Skjólbelti og korn
Fræðsluhornið 30. september 2022

Skjólbelti og korn

Kornrækt á Íslandi er ekki bara möguleg heldur æskileg og nauðsynleg. En það ...

Gargönd
Fræðsluhornið 28. september 2022

Gargönd

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur...

Landbúnaðarsýningin Libramont
Fræðsluhornið 28. september 2022

Landbúnaðarsýningin Libramont

Seinnipartinn í júlí á hverju ári, ef frá eru talin heimsfaraldursár, er ...

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...