Súla
Fræðsluhornið 15. nóvember 2022

Súla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Drottning Atlantshafsins, eða súla eins og hún heitir. Hún er stærsti sjófugl Evrópu, næstum því alhvít fyrir utan gulleitt höfuð og svarta vængenda. Súlur hafa langa, oddmjóa vængi með 160–180 cm vænghaf og eru auðþekkjanlegar á flugi á djúpum vængjatökum.

Þær eru félagslyndar og sjást oft saman í hópum. Eitt þekktasta atferli súlunnar er veiðiaðferðin hennar sem kallast súlukast. Það getur verið mjög tilkomumikil sjón þegar hópur af súlum hefur fundið mikið æti í sjónum. Þá stinga þær sér hvað eftir annað lóðrétt niður úr allt að því 40 metra hæð eftir fiskum sem þær hafa séð úr lofti. Súlan telst farfugl en fer frá landinu aðeins í stuttan tíma, frá október fram í desember. Þær eru trygglyndar við bæði maka og varpsetur. Súlan verpir einungis einu eggi ár hvert og tekur útungun um sex vikur. Þá tekur við ungatími í um þrjá mánuði, eða þangað til unginn yfirgefur hreiðrið síðsumars. Súlur verpa í þéttum byggðum en einungis eru fimm slíkar byggðir þekktar hér við land. Af þeim er Eldey stærsta og sennilega þekktasta súlubyggðin með um 15.000 setur.

Skylt efni: fuglinn

Rannsóknastofa Landgræðslunnar
Fræðsluhornið 7. desember 2022

Rannsóknastofa Landgræðslunnar

Rannsóknastofa Landgræðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún sa...

Internorden 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Internorden 2022

Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var hald...

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022

Það sem af er haustinu 2022 hafa Tilraunastöðinni á Keldum verið send 18 sýni úr...

Um metanlosun frá mjólkurkúm
Fræðsluhornið 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari u...

Margar nýjungar á EuroTier 2022
Fræðsluhornið 2. desember 2022

Margar nýjungar á EuroTier 2022

Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember ...

Hvað getum við öll lagt af mörkum?
Fræðsluhornið 1. desember 2022

Hvað getum við öll lagt af mörkum?

Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvem...

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Fræðsluhornið 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á l...

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði
Fræðsluhornið 29. nóvember 2022

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðaf...