Fræðsluhornið 15. júlí 2019

Slökunartónlist fyrir plöntur

Vilmundur Hansen

Árið 1976 sendi tón­list­armaðurinn Mort Garson frá sér verk sem kallast Mother Earth’s Plantasia. Garson sem er látinn var og er enn lítt þekktur raftónlistarmaður og tónlistin á Mother Earth’s Plantasia var að hans sögn samin fyrir plöntur.

Platan seldist illa fyrst eftir að hún kom út og til að losna við hana var gripið til þess ráðs af gefa hana þegar fólk keypti rúmdýnur í húsgagnaverslun sem félagi Garson rak. Auk þess sem með plötunni fylgdi pési með leiðbeiningum um meðferð pottaplantna.

Áhugi á tónlistinni hefur verið að aukast talsvert undanfarin misseri og er nú fáanleg á YouTube, https://www.youtube.com/watch?v=9TDlBCrK56E, og vel þess virði að spila hana fyrir pottaplönturnar til að auka lífsgæði þeirra.