Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
TriVan sláturhús á hjólum.
TriVan sláturhús á hjólum.
Á faglegum nótum 17. september 2018

Sláturhús og vinnsla á hjólum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni. 
 
Þetta fyrirbæri er nefnt TriVan Mobile Slaughter Trailer og hugmyndin kviknaði 2002. Þá setti Samvinnufélag bænda í San Juan-sýslu í Bandaríkjunum sér það markmið að slátra sjálft öllum sínum búfénaði. Var útbúið fullkomið sláturhús í gámavagni sem dreginn var af dráttarbíl á milli staða. Var þetta fyrsta færanlega trukkasláturhúsið sem hlaut samþykki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. 
 
Slátrun stórgripa og vinnsla er ekki vandamál.
 
Með 16 ára reynslu
 
Frá 2002 hefur TriVan trukka­sláturhúsið (Truck Body) verið notað víða og boðið þjónustu sína um alla Norður-Ameríku. Þannig hefur það verið notað við slátrun og vinnslu á hreindýrum í Alaska, nautgripum og kjúklingum í Kanada, við slátrun á buffalóum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og ýmsu öðru. 
Sláturhúsið hefur töluverða afkastagetu og hægt er að nota það þótt veðurfar sé slæmt. 
 
Boðið er upp á margs konar staðlaða hönnun sem og hönnun sem byggð er á séróskum hvers og eins. Þannig er hægt að nota færanlegar kjötvinnslur fyrir mikil afköst sem henta staðbundnum aðstæðum og einnig fyrir sjálfbæran búskap. 
 
Til sýnis í Washingtonríki
 
Framleiðendur bjóða viðskipta­vinum að koma og skoða TriVan Truck Body sláturhús og kjötvinnslur á 1.300 fermetra sýningarsvæði hjá Bob Lodder í Ferndale í Washington. Netfangið er blodder@trivan.com.  

8 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...