Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Á faglegum nótum 28. apríl 2020

Skrúðgarðyrkjunámið á Reykjum í Ölfusi

Höfundur: Ágústa Erlingsdóttir

Á skrúðgarðyrkjubraut læra nemendur allt það helsta sem við kemur nýframkvæmdum og umhirðu garða og annarra opinna svæða. Námið telur tvo vetur í bóknámi og 60 vikur í verknámi hjá skrúðgarðyrkjumeistara.

Skrúðgarðyrkja er löggild iðngrein og geta nemendur klárað sitt nám með sveinsprófi að lokinni útskrift frá Garðyrkjuskólanum. Eftir sveinspróf er hægt að sækja nám í meistaraskólanum og/eða fara í tækninám tengt skrúðgarðyrkju erlendis.

Hellulagnir eru meðal þess sem skrúðgarðyrkjufólk kann öðrum betur. 

Nýframkvæmdir og viðhald

Námið er að stórum hluta verklegt í bland við bóklega áfanga. Námið hefst á ýmsum grunnfögum garðyrkju svo sem jarðvegsfræði og grasafræði, auk þess sem nemendur læra að þekkja helstu tegundir runna, trjáa og fjölæringa svo eitthvað sé nefnt.  Nemendur læra undirstöðuatriði í nýframkvæmdum svo sem hellulögnum, hleðslum, tjarnargerð og notkun á náttúrugrjóti. Auk þess læra nemendur hvernig á að sinna umhirðu svo sem trjá- og runnaklippingum, slætti og áburðargjöf. Áfangar í nýframkvæmdum og umhirðutengdum fögum eru mikið til byggðir á verklegum æfingum ýmiss konar í bland við bóklega kennslu. Fyrir útskrift vinna nemendur verklegt lokaverkefni sem tekur á flestum verkþáttum tengdum nýframkvæmdum auk skipulags og áætlunargerðar. Framþróun í greininni er mikil og reglulega bætast inn ný tæki og verkfæri sem létta vinnuna. Í náminu er lagt mikið upp úr því að kynna nýja tækni fyrir nemendum og vinnubrögð sem auka gæði og hraða framkvæmda.

Staðarnám og fjarnám í skrúðgarðyrkju – raunfærnimat

Námið er hægt að stunda bæði í staðarnámi og fjarnámi en nemendur af landsbyggðinni hafa forgang í fjarnámspláss á brautinni. Fjarnemar mæta í staðarlotur reglulega á námstímanum til að fá kennslu í verklegum fögum.

Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í skrúðgarðyrkju fyrir þá sem búa yfir mikilli starfsreynslu í faginu og vilja fá hana metna til eininga. Raunfærnimat er metið á móti einingum í bæði bóknámi og verknámi á skrúðgarðyrkjubraut og er því góður valkostur fyrir fólk með mikla reynslu í faginu.

Fjölbreyttir atvinnu­möguleikar að námi loknu

Atvinnumöguleikar í faginu eru miklir og talsverð eftirspurn eftir sveinum og meisturum í skrúðgarðyrkju víða um landið. Að loknu námi starfa skrúðgarðyrkjufræðingar t.d. hjá umhverfisdeildum sveitarfélaganna, stærri stofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skrúðgarðyrkjumeistarar og þeir sem sækja sér tæknimenntun reka ýmist eigin fyrirtæki, starfa sem garðyrkjustjórar, vinna við verk­eftirlit eða á verkfræðistofum.

Hægt er að sækja um nám í skrúðgarðyrkju á heimasíðu LbhÍ, lbhi.is

Stanislaw Bukowski að grisja.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...