Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Fræðsluhornið 28. apríl 2020

Skrúðgarðyrkjunámið á Reykjum í Ölfusi

Höfundur: Ágústa Erlingsdóttir

Á skrúðgarðyrkjubraut læra nemendur allt það helsta sem við kemur nýframkvæmdum og umhirðu garða og annarra opinna svæða. Námið telur tvo vetur í bóknámi og 60 vikur í verknámi hjá skrúðgarðyrkjumeistara.

Skrúðgarðyrkja er löggild iðngrein og geta nemendur klárað sitt nám með sveinsprófi að lokinni útskrift frá Garðyrkjuskólanum. Eftir sveinspróf er hægt að sækja nám í meistaraskólanum og/eða fara í tækninám tengt skrúðgarðyrkju erlendis.

Hellulagnir eru meðal þess sem skrúðgarðyrkjufólk kann öðrum betur. 

Nýframkvæmdir og viðhald

Námið er að stórum hluta verklegt í bland við bóklega áfanga. Námið hefst á ýmsum grunnfögum garðyrkju svo sem jarðvegsfræði og grasafræði, auk þess sem nemendur læra að þekkja helstu tegundir runna, trjáa og fjölæringa svo eitthvað sé nefnt.  Nemendur læra undirstöðuatriði í nýframkvæmdum svo sem hellulögnum, hleðslum, tjarnargerð og notkun á náttúrugrjóti. Auk þess læra nemendur hvernig á að sinna umhirðu svo sem trjá- og runnaklippingum, slætti og áburðargjöf. Áfangar í nýframkvæmdum og umhirðutengdum fögum eru mikið til byggðir á verklegum æfingum ýmiss konar í bland við bóklega kennslu. Fyrir útskrift vinna nemendur verklegt lokaverkefni sem tekur á flestum verkþáttum tengdum nýframkvæmdum auk skipulags og áætlunargerðar. Framþróun í greininni er mikil og reglulega bætast inn ný tæki og verkfæri sem létta vinnuna. Í náminu er lagt mikið upp úr því að kynna nýja tækni fyrir nemendum og vinnubrögð sem auka gæði og hraða framkvæmda.

Staðarnám og fjarnám í skrúðgarðyrkju – raunfærnimat

Námið er hægt að stunda bæði í staðarnámi og fjarnámi en nemendur af landsbyggðinni hafa forgang í fjarnámspláss á brautinni. Fjarnemar mæta í staðarlotur reglulega á námstímanum til að fá kennslu í verklegum fögum.

Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í skrúðgarðyrkju fyrir þá sem búa yfir mikilli starfsreynslu í faginu og vilja fá hana metna til eininga. Raunfærnimat er metið á móti einingum í bæði bóknámi og verknámi á skrúðgarðyrkjubraut og er því góður valkostur fyrir fólk með mikla reynslu í faginu.

Fjölbreyttir atvinnu­möguleikar að námi loknu

Atvinnumöguleikar í faginu eru miklir og talsverð eftirspurn eftir sveinum og meisturum í skrúðgarðyrkju víða um landið. Að loknu námi starfa skrúðgarðyrkjufræðingar t.d. hjá umhverfisdeildum sveitarfélaganna, stærri stofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skrúðgarðyrkjumeistarar og þeir sem sækja sér tæknimenntun reka ýmist eigin fyrirtæki, starfa sem garðyrkjustjórar, vinna við verk­eftirlit eða á verkfræðistofum.

Hægt er að sækja um nám í skrúðgarðyrkju á heimasíðu LbhÍ, lbhi.is

Stanislaw Bukowski að grisja.

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Fræðsluhornið 16. maí 2022

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...

Jarðrækt – Sprotinn
Fræðsluhornið 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun

Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...

Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Mikið af næringarefnum enn ónýtt

Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...

Staða fuglaflensu á Íslandi
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Staða fuglaflensu á Íslandi

Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fugla...