Skódi ljóti spýtir grjóti
Fræðsluhornið 31. október 2017

Skódi ljóti spýtir grjóti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flestir Íslendingar þekkja Skoda-bifreiðar af góðu þrátt fyrir að í eina tíð hafi stundum verið sagt Skódi ljóti spýtir grjóti og drífur ekki nema niður í móti. Færri vita líklega að á öðrum áratug síðustu aldar var Skoda stærsti dráttarvélaframleiðandi í Austur-Evrópu.

Árið 1858 setti Waldstein greifi á fót málmbræðslu og járnsmiðju í tékknesku borginni Plzen. Hugmyndin var að framleiða tæki og íhluti fyrir sykurmyllur, brugghús, námuvinnslu, járnbrautir og annað sem tillegðist.

Ellefu árum seinna, 1869, keypti verkfræðingurinn, Plzen-búinn og framtaksmaðurinn Emil Skoda fyrirtækið og víkkaði út starfsemi þess og hóf framleiðslu á vopnum. Framleiðslan gekk vel og ekki síst framleiðsla á vopnum og við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar var Skoda einn stærsti vopna­framleiðandi í Austur-Evrópu.

Fyrstu ökutækin

Skoda hóf framleiðslu fyrstu ökutækjanna, bíla og dráttarvéla, á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Árið 1917 hóf Skoda framleiðslu á vörubílum á beltum til vöru- og vopnaflutninga við erfiðar aðstæður. Um miðjan þriðja áratug síðustu aldar keypti Skoda fyrirtæki sem framleiddi vélknúna plóga og bifreiðar.

Fyrsti alvöru traktorinn

Árið 1926 kom fyrsta alvöru dráttarvélin frá Skoda á markað, týpa HT-30, og var með fjögurra strokka vél sem gekk fyrir steinolíublöndu. Næstu þrjú árin voru 750 slíkir framleiddir. Í kjölfar HT-30 kom minni tveggja strokka traktor sem kallaðist HT-18 og fram til 1936 var hann endurbættur þrisvar sinnum áður en framleiðslu hans var hætt. Næst á eftir HT-18 kom HT-25 sem svipaði til forvera síns en aðeins kraftmeiri.

Á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar voru gerðar talsverðar breytingar og endurbætur á bæði HT-30 og HT-18 týpunum. Nýjar týpur, HT-33 og HT-40, byggðar á þeim gömlu voru kynntar 1937 og var HT-40 fyrsti dísiltraktorinn frá Skoda.

Seinni heimsstyrjöldin

Skoda hóf framleiðslu á beltadráttarvélum til hernaðar í seinni heimsstyrjöldinni sem kölluðust Skoda WD-40 HP. Eftir lok styrjaldarinnar var framleiðslu Skoda skipt upp í annars vegar framleiðslu á bifreiðum og hins vegar dráttarvélum.

Strax í lok heimsstyrjaldarinnar kom á markað dísildráttarvél sem kallaðist Skoda 30 sem var fimm gíra og 30 hestöfl við 1500 snúninga hraða. Sá traktor naut mikilla vinsælda og gekk framleiðsla hans vel allt til 1953 þegar henni var hætt. Alls munu hafa verið framleiddir um 8000 slíkar dráttarvélar.

Verksmiðjur Skoda voru ríkisvæddar í seinni heimsstyrjöldinni og þrátt fyrir velgengni Skoda 30 fór allt á verri veg í rekstri fyrirtækisins og framleiðsla þess á dráttarvélum dróst verulega saman.

Einkavætt að nýju

Eftir langan og erfiðan rekstur fóru verksmiðjur Skoda árið 1989 í einkavæðingarferli sem stóð til 1992. Sama ár keypti fyrirtækið tvær bifreiðaverksmiðjur, Tatra og LIAZ, til að tryggja reksturinn.


Þrátt fyrir góðan vilja héldu fjárhagsörðugleikar að hrjá rekstur Skoda Holdings, eins og fyrirtækið hét eftir einkavæðinguna.

Skoda er í dag hluti af Volkswagen Group.

Skylt efni: Skoda | Gamli traktorinn

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019
Fræðsluhornið 9. apríl 2021

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019

Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnsl...

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum
Fræðsluhornið 7. apríl 2021

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á landlægum sjúkdómum í ís...

Bændahöll breytist og stækkar
Fræðsluhornið 6. apríl 2021

Bændahöll breytist og stækkar

Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda eru eigendur Bændahallarinnar. Báði...

Eggið og upprisan
Fræðsluhornið 25. mars 2021

Eggið og upprisan

Egg hafa lengi verið tákn vorsins og saga páskaeggja mun lengri en þeirra súkkul...

Álalogia III
Fræðsluhornið 17. mars 2021

Álalogia III

Állinn er næturdýr og hels­ta fæða hans alls konar ormar, skeljar, krabbaflær, s...

70 ára albatrosi
Fræðsluhornið 16. mars 2021

70 ára albatrosi

Elsti villti fugl sem vitað er um er 70 ára gamall albatrosi og það sem meira er...

Ylræktun grænmetis – takmarkað vaxtarrými í brennidepli
Fræðsluhornið 16. mars 2021

Ylræktun grænmetis – takmarkað vaxtarrými í brennidepli

Mjög mikil aukning hefur verið í framleiðslu lífrænt vottaðra garðyrkjuafurða í ...

Leynimakk kaldastríðsáranna
Fræðsluhornið 16. mars 2021

Leynimakk kaldastríðsáranna

Í trjásafninu í Meltungu í Kópa­vogi er að finna plöntu sem ekki fer sérlega mik...